Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2000, Page 28

Ægir - 01.02.2000, Page 28
SKIPAHÖNNUN Verkfræðistofan Fengur í Hafnarfirði: > > > <%£ ® a nysrrn i - segir Bergsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri og vétæknifræðingur Verkfræðistofan Fengur ehf. í Hafnarfirði er meðal þeirra fyrirtækja sem látið hafa á sér bera í íslenskri skipahönnun á undanförnum árum. Tvö skip eru nú í smíðum erlendis sem stofan hannaði, annars vegar sambyggt túnfisk- og línuveiðiskip og hins vegar fullkomið nóta- og flottrollsskip sem búið er út til veiða á síld, loðnu, kol- munna og makríl. Starfsmenn á Verkfræðistofunni Feng í Hafnarfirði. Frá vinstri: Hermann Haraldsson, skipatæknifræðingur, Stefán Guðsteinsson, skipatæknifræðingur, Alfreð Tulinius, skipatæknifræðingur, Einar Kristinsson, véltæknifræðingur og Bergsteinn Gunnarsson, véltæknifræðingur. „Það var skemmtileg reynsla og ögrandi að takast á við túnfiskskipið," segir Bergsteinn Gunnarsson hjá Feng en skip þetta er nú í smíðum í Kína fyrir fyrir- tækið Istún ehf. í Vestmannaeyjum. „Þarna er um að ræða hefðbundið línuskip með búnaði til túnfiskveiða og þar af leiðandi gátum við hvorki farið hefbundnar leiðir hvað línuskip snertir né stuðst við hefðbundin túnfiskveiðiskip Japana. En við teljum að í hönnuninni hafi tekist að útfæra gott skip fyrir þau verkefni sem því er ætlað,“ segir Berg- steinn. Skipið er röskir 50 metrar að lengd og 12,2 metrar að breidd og verður afhent í lok júlí. Nótaskip með tveimur aðalvélum Utgerðarfyrirtækið Gjögur hf. er eigandi nóta- og flottrollsskips sem Verkfræðistofan Fengur hannaði í samstarfi við Ulstein Nordvestconsult A/S Norgi og er nú í smíðum í Chile. Bergsteinn telur skipið verða meðal þeirra öflugustu í nótaflotanum, enda rösklega 71 metra langt og 14,4 metra breitt. „Við fórum þá leið að hafa í skipinu tvær 3600 hestafla aðalvélar en með þeirri útfærslu er hægt að nota aðeins aðra vélina ef skipið er á t.d. nótaveiðum og ekki er þörf á há- marks vélarafli. Með þessu fáum við sparnað í olíu, minni útblástur og nýting vélanna verður skynsam- legri. Það geta komið fram vandamál samfara því að keyra stórar vélar til lengdar á mjög litlu álagi en við komumst hjá því með þessari leið,“ segir Bergsteinn. Skipið er, eins og áður er sagt, bæði fyrir nóta- og flottrollsveiðar og búið mjög öflugum vindu- og nótabúnaði, sjó- og ferskvatnskælitönkum. Þá verður skipið útbúið með frystilest og frystingu bæði fyrir síld og loðnu. Nýsmíðin á upp á pallborðið Auk þessara tveggja nýsmíðaverkefna eru íslensk skip komin á veiðar að afloknum breytingum sem hannað- ar voru af Verkfræðistofunni Feng. Þar er m.a. um að ræða Gretti SH frá Stykkishólmi, Hafnarey SF frá Hornafirði og Hrugni frá Grindavík. Þá hafa halla- prófanir og stöðugleikaútreikningar ávallt verið fyrir- ferðamiklir hjá Feng. Þó mikið hafi verið að gera í hönnun breytinga á skipum og bátum telur Bergsteinn sig merkja nokkuð minni eftirspurn í svipinn eftir breytingum á skipum en þeim mun meiri sé áhugi útgerða á ný- smíðum. Það geti þó verið í mögum tilvikum mjög hagkvæmt að breyta eða endurbyggja eldra skip frekar en að fara í nýsmíði. „Sem stendur virðist mér meiri áhugi á nýsmíði skipa og mikill áhugi á því sem þegar er komið í gang í Kína. Utgerðir sjá að þar býðst þeim nýsmíði fyrir talsvert lægra verð en áður hefur þekkst og eðlilega vaknar þá aukinn áhugi. Auknar nýsmíðar eru löngu orðnar tímabærar, á því er ekki vafi, ekki hvað síst í vertíðarbátaflotan- um og nótaskipaflotanum. Miðað við okkar reynslu af útboðs- og samninga- ferli við skipasmíðastöðina í Kína þá gengu þau mál mjög vel fyrir sig og greinilega hafa stöðvarnar metnað fyrir því að skila góðum skipum til Islend- inga,“ segir Bergsteinn. 28

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.