Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2000, Qupperneq 30

Ægir - 01.02.2000, Qupperneq 30
SKIPAHÖNNUN Skipasýn ehf.: - segir Sævar M. Birgisson hjá Skipasýn Nýtt skip Hafrannsóknarstofnunar, sem væntanlegt er innan skamms til landsins frá Chile, er óefað stærsta og markverðasta hönnunarverkefni Skipasýnar á síðustu árum. Skipið hefur sérstöðu í heiminum vegna þess hversu hljóðlátt það er og var lögð mik- il vinna í hönnun vegna þessa, sem og fjármunir í búnað til að uppfylla stöngustu kröfur. I framhaldi af hönnun Hafró-skipsins hannaði Skipasýn nýja gerð af togara, sem gengið hefur undir nafninu „Súpertogari“ og var sú hönnun sýnd í fyrsta skipti opinberlega á Islensku sjávarútvegssýningunni sl. haust. Snurvoðarbátur Skipasýnar. Níu slíkir eru nú i smíðum í Kína. „Það sem gerir nýja skip Hafrannsóknarstofnunar eft- irtektarvert er hvernig skrokkur skipsins hefur verið hannaður með það fyrir augum að takmarka hávaða- leiðni út í sjóinn. Eitt er að takast á við hávaða frá vél- um en stæsta málið er að ráða við hávaða frá skrúf- unni en til að takmarka hann er skrokkurinn hannað- ur á annan hátt en vant er. Á þessum þáttum þurftu að fara fram viðamiklar tilraunaprófanir í vindgöng- um og tönkum áður en lausnir voru fundnar sem uppfylitu kröfur," segir Sævar M. Birgisson hjá Skipa- sýn. Hönnun hafrannsóknarskipsins stóð yfir hjá Skipa- sýn í um tvö ár. Sævar segir að á sumum sviðum hafi verið hægt að finna fyrirmyndir sem hægt var að styðjast við en þegar kemur að hávaðalausnum þá liggja fyrirmyndir hreint ekki á iausu þvf þær er helst að finna í kafbátum og eru þar af leiðandi hernaðar- leyndarmál. „Margt urðum við því hreinlega að hanna frá grunni og þreyfa okkur áfram með tilraun- um,“ segir Sævar. Aðspurður hvort hönnunin á hafrannsóknaskipinu komi til með að verða notuð sem fyrirmynd í hönnun íslenskra fiskiskipa í framtfðinni segir Sævar að svo verði örugglega, og megi sjá það strax, bæði í hinum nýju 29 m togskipum sem hönnuð eru skv. 1600 afl- vísinum, svo og í „Súpertogaranum". „Það er margt nýtt í hafrannsóknaskipinu og ekki allt sem á erindi við fiskiveiðiflotann, en grunnhugmyndin bæði hvað varðar tvískiptingu skrokksins og breytt hlutfall vél- ar og skrúfu eru stórgóðar hugmyndir sem eru komn- ar til að vera. Við erum með nokkrar stærðir af bát- um sem hafa fæðst á sl. 2 árum og allir hafa þeir not- ið góðs af hafrannsóknarskipinu, hver á sinn hátt.“ Nýja hugsunin í skipahönnun Á þessu ári eru væntanlegir tveir 28,9 metra langir togbátar sem eru í smíðum í Kína, og voru hannaðir af Skipasýn. Kaupendurnir eru Ingimundur og Dynj- andi. „Þetta skip, sem fellur undir 1600 aflvísisregluna, er gott dæmi um það hvernig þessi nýja hugsun í skipahönnun kemur út fyrir útgerðirnar. Um er að ræða sömu hugmynd hvað varðar kjöl skipsins eins og í bæði „Súpertogaranum“ og Hafróskipinu, þar sem vélin er komin niður í kjölinn og kjölurinn tryggir nægjanlegt aðstreymi að skrúfunni. Skrúfan á þessum bát er stærri en gengur og gerist, sannkölluð súperskrúfa fýrir þessa skipsstærð og gefur okkur mjög léttiestaða skrúfu á hverja flatareiningu. Mód- elprófanir segja okkur að þarna fáum við mjög gang- góðan bát, sem er mikilvægt þar sem gert er ráð fyrir því að í einstaka tilvikum muni verða siglt með aflann á erlendan markað. Á sama hátt og níu útgerðir kostuðu hönnun á 21,5 m snurvoðabátnum, þá er hönnunin á 28,9 m bátnum kostuð af fjórum útgerðum. Þessar útgerðir hafa svo að segja nákvæmlega sömu kröfu til bátana og voru því mjög samstíga. Margar útfærslur af þess- um 1600 aflvísisbát hafa litið dagsins ljós, bæði hjá okkur og öðrum, ég er hins vegar sannfærður um að þessi bátur sem verið er að smíða er lang skynsamleg- asti kosturinn. Þær útgerðir og þeir menn sem fyrir þeirra hönd hafa komið að hönnun þessara báta, hafa yfirburða þekkingu og reynslu í rekstri svona báta, sem er algjör forsenda fyrir góðu skipi. Það er nefni- lega ekki nóg að skipið sé glæsilegt og vel hannað tæknilega, það þarf líka að vera ódýrt í smíði og ódýrt í rekstri. Að þessu leyti held ég að skipin okkar beri nokkuð af.“

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.