Ægir - 01.02.2000, Side 32
Ráðgarður Skiparáðgjöf ehf.:
SKIPAHONNUN
- fyrsta nýja íslenska kúfiskveiðiskipið væntanlegt heim í marsmánuði
Þessa dagana eru í smíðum í Kína tvö skip sem hönnuð voru af Ráðgarði Skiparáð-
gjöf ehf. í báðum tilfellum er um að ræða ákveðið brautryðjendastarf í íslenskri
skiparáðgjöf því annað skipið er sérsmíðað kúfiskveiðiskip og hitt er 42 metra lang-
ur togari sem jafnframt er útbúinn til túnfiskveiða. Nýsmíðaverkefni eru nú ráðandi
í verkefnum Ráðgarðs Skiparáðgjafar en nú er minna um breytingaverkefni en var á
árum áður. Meðal annarra verkefna Ráðgarðs Skiparáðgjafar má nefna gerð útboðs-
gagna fyrir 3000 tonna olíuflutningaskip fyrir Olíudreifingu hf. og nýtt varðskip fyr-
ir íslendinga. Ennfremur hefur fyrirtækið gert línuteikningar fyrir norska og portú-
galska aðila. Sjö starfsmenn eru hjá Ráðgarði Skiparáðgjöf ehf.
Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum Ráðgarðs
Skiparáðgjafar var fyrirmynd að kúfiskveiðiskipinu
sótt að hluta til í reynslu bandarískra útgerða en
kaupandi skipsins, Islenskur kúfiskur á Þórshöfn, á í
samstarfi við aðila vestan hafs um þessa smíði. Daní-
el Gísli Friðriksson, hjá Ráðgarði Skiparáðgjöf, segir
þessa íslensku útfærslu af kúfiskveiðiskipi þurfa að
uppfylla mun strangari kröfur hvað varðar búnað, ör-
yggismál og vistarverur en kúfiskveiðiskip í Banda-
ríkjunum. Þar af leiðandi sé skipið mjög frábrugðið
þeim fyrirmyndum sem sótt var í við hönnunina.
Starfsmenn Ráðgarðs
Skiparáógjafar.
Frá vinstri: Bolli
Magnússon, skipa-
tæknifræðingur,
Haukur Óskarsson, vél-
tæknifræðingur,
Grímur Sigurðsson,
véltæknifræðingur,
Guðný Valtýsdóttir,
tækniteiknari og
Daniel Friðriksson,
skipatæknifræðingur.
Vestra eru kúfiskbátar yfirleitt frambyggðir en ís-
lenska kúfiskskipið er með brúna aftan til og þar af
leiðandi er útlit skipsins um margt áþekkt gömlu ís-
lensku vertíðarbátunum. Við hönnun skipsins var
mjög horft til afkastagetu skipsins við veiðar en um
borð er talsverður vélbúnaður til flokkunar á kúfisk-
inum áður en hann fer í sérstaka grindur í lestum.
Gert er ráð fyrir að kúfiskskipið komi heim í lok
maí.
Sambyggt tog- og túnfiskveiðiskip
Fyrir Stíganda ehf. í Vestmannaeyjum hannaði Ráð-
garður Skiparáðgjöf ehf. 42 metra langt togskip sem
nú er í smíðum í Kína og væntanlegt er heim síðsum-
ars. Skipið er jafnframt útbúið til veiða á túnfiski með
flotlínu.
I skipinu eru þrír frystiklefar sem geta fryst niður í
65 gráður, auk lestar sem getur keyrt 55 gráðu frost.
Hönnuðirnir hjá Ráðgarði segja að það hafi í raun
ekki verið erfitt að koma veiðibúnaði fyrir túnfisk
fyrir í þessu skipi en fyrst og fremst hafi verið snúið
að koma fyrir frystiklefum og þeim mikla búnaði sem
fylgir frystingunni. Af öðrum nýjungum í skipinu
má nefna að engar súlur eru í lestinni, sem auðveldar
mjög alla vinnu í henni.
Kínverjar þrautreyndir í skipasmíði
Á vegum Ráðgarðs Skiparáðgjafar er starfandi eftir-
litsmaður í Kína, Stefán G. Karlsson, sem fylgist með
smíði skipanna tveggja. Þeir Ráðgarðsmenn segja
samstarfið við Kfnverjanna hafa gengið mjög vel og
ekki þurfi að kvarta yfir gæðum smíðinnar. Greini-
lega séu Kínverjarnir þrautreyndir í skipasmíðum.
„Það virðast allir sammála um, bæði þeir sem hafa
farið héðan frá Ráðgarði og frá öðrum íslenskum
skiparáðgjöfum, að stálsmíðin í Kína er góð, en ekki
er komin reynsla á aðra þætti í smíðinni. Sá munur
sem er á verði skipasmíða í Kína og hér í Vestur-Evr-
ópu liggur fyrst og fremst í vinnulaununum, bæði
vegna beinnar vinnu við smíðina og einnig vinnu-
launa við framleiðslu á kínversku hráefni sem notað
er til smíðinnar. Hins vegar er alfarið notaður evr-
ópskur og þekktur búnaður x skipin þannig að það er
ekki um að ræða að settur sé niður óþekktur búnaður
í skipin heldur búnaður frá framleiðendum sem út-
gerðir þekkja vel,“ segja starfsmenn Ráðgarðs Skipa-
ráðgjafar.
Frystiskip hannað
fyrir portúgalska útgerð
Ráðgarður Skiparáðgjöf hefur lokið hönnun á 72
metra löngu frystiskipi fyrir portúgalskt útgerðarfyr-
irtæki og er þar um að ræða skip þar sem bolfiskur er
flattur um borð og frystur. Hráefnið er síðan þýtt upp
fyrir saltfiskvinnslu í landi og er að því leiti mjög frá-