Ægir - 01.02.2000, Side 33
brugðið hinum hefðbundnu flakafrystitogara íslend-
inga.
„Tækifæri til frekari verkefna erlendis eru mörg og
nú þegar erum við í samstarfi við hönnunarfyrirtæki
á Grænlandi, í Englandi, Skotlandi, Danmörku, Pól-
landi og Noregi þar sem verkefnum er miðlað á milli
aðila. Við höfum kynnt okkur á sjávarútvegssýning-
um erlendis og þess utan koma verkefni stundum til
okkar fyrir hreina tilviljun. Við reiknum með að eft-
ir því sem erlendum verkefnum fjölgar þá munum
við leggja meiri áherslu á sókn á erlenda markaði,
fyrst og fremst með það sjónarmið í huga að hafa egg-
in í fleiri körfum. Þetta þýðir alls ekki að okkur líki
ekki að vinna fyrir íslenskar útgerðir - þvert á móti.
Staðreyndin er sú að það að vinna
undir miklum kröfum hér heima
skapar okkur sóknarfæri erlendis,"
segja Ráðgarðsmenn.
Auk þeirra skipa sem að framan
eru talin er Ráðgarður Skiparáðgjöf
að vinna að frumhönnum á mörg-
um stærðum og gerðum af skipum,
sem ekki hefur verið samið um
smíði á. M.a. er þar um að ræða 52
metra langan ísfisktogara, hönnun
20, 24 og 29 metra löngum tog-
bátum, 34 metra línuskipi og 37
metra tog-, línu- og netaveiðiskipi.
SKIPAHÖNNUN
Nú styttist í að til íslands komi nýtt
kúfiskveiðiskip sem Ráðgarður Skiparáðgjöf
hannaði og er í byggingu í Kína.
Útrás ehf. á Akureyri:
önnun Hríseyjarferju
taersta verkefnii
„Okkar stærsta verkefni hingað til er
hönnun og gerð útboðsgagna fyrir nýju
Hríseyjarferjuna, en að öðru leiti byggj-
ast verkefnin að mestu upp á hönnun, út-
boðum og eftirliti með breytingum og
viðhaldi á skipum og bátum,“ segir Sig-
urður G. Ringsted hjá Utrás ehf. á Akur-
eyri.
Verkfræðistofan Otrás ehf. var stofnuð
1993, en auk Sigurðar starfar Þórhallur S.
Bjarnason hjá fyrirtækinu og er hann
jafnframt meðeigandi. Báðir hafa þeir
mikla reynslu á skipaiðnaðarsviðinu og
störfuðu hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri
um árabil.
Sigurður segir að breytinga- og við-
haldsverkefnin séu mjög fjölbreytileg.
„Við sjáum nokkur dæmi um að eldri
skipum sé breytt svo verulega að lítið
stendur eftir af upphaflega skipinu, en
slíkar breytingar eru þá yfirleitt gerðar í
áföngum. Algengustu verkefnin eru
samt meðalstórar og minni breytingarn-
ar, en það þarf líka að hafa í huga að stór
hluti af verkefnum verkfræðistofunnar
sem hannar verkið, er að annast útboðs-
ferilinn og fylgja breytingum eftir á
framkvæmdastigi. Reynslan sýnir að það
er mikilvægt að vanda til verka í útboð-
um og við breytingar á skipum koma
gjarnan upp ófyrirséð mál sem leysa þarf
úr jafnóðum og verkið skríður fram,“ seg-
ir Sigurður.
Aðspurður telur hann allar líkur á að
Kínverjar muni ná tökum á smíðum
skipa fyrir Islendinga sem þeir muni ekki
sleppa í bráð. Að minnsta kosti sé vand-
séð að smíði skipa geti færst hingað
heim. „Reynslan sýnir að héðan frá Is-
landi hafa farið öll stóru nýsmíðaverkefn-
in á undangengnum árum. Mér sýnist
ekkert geta breytt því á næstunni," segir
Sigurður.
Sveiflurnar í verkefnum hjá Otrás seg-
ir Sigurður að fylgi genginu í greininni.
„Við höfum að jafnaði næg verkefni þó
svo að álagið sé mismikið, en suma daga
stoppar síminn ekki og aðra daga er ró-
legra. Svona ganga hlutirnir í þessum
bransa. Okkar þjónustusvæði er allt Is-
land og raunin er sú að verkefni höfum
við að mestu sótt út fyrir Akureyri, þrátt
fyrir að vera hér staðsettir."
Sigurður segist ekki beinlínis sjá nein
séreinkenni á íslenskum fiskiskipum
hönnuðum á Islandi. Norsk og íslensk
skip séu á margan hátt svipuð - enda
byggð fyrir áþekk verkefni og áþekkar
aðstæður. „Það eru verkefnin sem skipin
eru byggð fyrir ásamt kröfum
útgerðarinnar um afköst og
aðbúnað sem ráða mestu um
það hvernig þau eru útfærð,
miklu fremur en í hvaða landi
þau eru hönnuð og smíðuð.
Þó tel ég íslenska skipasmiði
og skipahönnuði hafa forskot
á erlenda kollega sína þegar
kemur að því að búa íslensku
skipin sem best úr garði
m.t.t. veiða, vinnslu afla og
aðbúnaðar áhafnar, vegna
reynslu þeirra af þjónustu við
útgerðina og beinnar þátt-
töku í þeirri miklu þróun sem
hún hefur gengið í gegn um á
undanförnum árum,“ segir
Sigurður G. Ringsted.
Skipasmiðastöðin
á ísafirði:
jjIöu Éríjekh] :með
frefeiri rjýsmlQj
Eins og fram kemur í umfjöllun í
blaðinu hefur Skipasmíðastöðin á Isa-
firði lokið smíði Bríkur BA, sem er
fjórði báturinn sem stöðin smíðar á
fáum árum. Methúsalem Sveinbjörns-
son, verkstjóri, segir ekki fýrirsjáan-
lega frekari nýsmíði að sinni, en tals-
vert er af öðrum verkefnum framund-
an hjá stöðinni.
„A meðan verðlagið er eins og það
er á skipum og bátum erlendis frá þá
bíðum við átekta. Við höfum trú á að
það verð sem menn eru að tala um á
bátum frá Kína muni ekki halda þeg-
ar upp verður staðið en við getum illa
keppt við þetta," segir Methúsalem.
Bátarnir frá stöðinni eru Sandvík,
Reykjaborg, Stapavík og Brfk. Þeir
voru allir hannaðir hjá stöðinni.
Eigendur og starfsmenn Utrásar, þeir Þórhallur S. Bjarnason og
Sigurður G. Ringsted huga að teikningum.