Ægir - 01.02.2000, Síða 46
SKIPASTÓLLINN
Vistaverur og brú
Aðstaða er fyrir fjóra menn í einum lúkar
fremst í skipinu undir aðalþilfari. Þar aft-
an við er sambyggt eldhús og matkrókur
með sjónvarpi og útvarpi. Frá vistarver-
um er stigi upp á aðalþilar og í þilfarshús
sem er sambyggt bakkaþilfari bakborðs-
megin. I þilfarshúsi er snyrting með stur-
tu fremst og aftast eru stakkageymsla og
vélareisn. Ur þilfarshúsi er uppgangur í
stýrishús. I stýrishúsi er L- laga stjórn-
borð fyrir öll helstu siglinga- og fjar-
skiptatæki stjórnborðsmegin í brúnni. A
afturþili stýrishúss er stjórnborð fyrir
vindur. Frá brú er útgangur aftur á
bakkaþilfar og niður á aðalþilfar. A brú-
Skipið er búið: Kelvin Hughes Nucleus 2 Arpa radar,
Raytheon Anschutz Standard 20 gyro og Pilotstar D sjálfsty
Leica GPS og CSI IVIBX3 DGPS viðtæki, Garmin GPS IVlap 235
Sodena Turbo 2000 veiðiplotter með C-IVIap sjókortum
Micrel Fish Explorer E200 dýptarmæli 28 og 50kHz
Raytheon VHF talstöð STR 8400
Tilkynningarskylda, NMT sími, Sjónvarp.Hljómtæki og Loftnetskerfi.
R.SIGMUNDSSON
Við óskum útgerð og áhöfn til hamingj
Óskum útgeró og áhöfn til hamingju með nýja skipið.
Skipið er allt málað með INTERNATIONAL skipamálningu
frá HÖRPU HF.
Mlnternational
Stórhöfða 44, Reykjavík. Sími 567 4400, Fax 567 4410
Umboðsaðilar INTERNATIONAL PAINTS á íslandi
arþaki er radar og fjarskiptamastur og ís-
kastari.
Vistaverur eru einangraðar með stein-
ull, klæddar plasthúðuðum þiljum og
hitaðar upp með miðstöðvarkerfi sem
nýtir kælivatn frá vél og rafmagnshitara
þegar vél er ekki í gangi.
Lestin
Lest Bríkar er 27 rúmmetrar, einangruð
með steinull og klædd hvítum sjóþolnum
krossviði. I lest er rörakælikerfi sem held-
ur hitastigi í lest um 0°C þó lofthiti úti
sé allt að 20°C. Lofthæð í lest er 2 metr-
ar og þar rúmast 34 kör af stærðinni 460
lítrar eða 23 kör, 660 lítra.
Þilfar
Löndunarlúgan er 1,5 x 1,5 m að stærð.
Að auki eru tvær smálúgur framan við
löndunarlúguna, önnur er fyrir fisk en
hin er mannop fyrir lest. Ofan á lestar-
lúgu er fiskimóttaka og aðgerðaraðstaða.
Vindubúnaður á þilfari er frá Vélaverk-
stæði Sigurðar ehf. í Garðabæ. Um er að
ræða tvær dragnótarvindur, voðartromlu
og akkerisspil. Dragnótarvindurnar eru
hvor 7 tonn við toghraðann 32 m/mín,
eða 3,5 tonn við 78 m/mín. Vindurnar
eru af gerðinni DVP-25 og þeim er
stjórnað úr brú. A skutgálga er voðar-
tromla af gerðinni HVS-41200. Tog-
kraftur hennar er allt að 3,5 tonn. Fram-
an við brú er akkerisspilið af gerðinni
AVS-4900, 3,5 tonn með tveimur útkúp-
lanlegum tromlum fyrir vír.
Línu og netaspilið kemur úr gamla
bátnum. A þilfari er löndunarkrani frá
Palfinger, gerð PK8080, 7,9 tonnmetrar
með 2 tonna vírspili.
Vélarúm og vélbúnaður
Aðalvél Bríkar BA er felld niður í kassa-
kjöl skipsins og fyrir vikið er vélarúmið
rúmgott miðað við stærð bátsins. Frá
vélarúmi er innangengt í stýrisvélarúm.
Aðalvélin er frá Deutz af gerðinni
BF8M1015/C, fjórgengisvél með tveim-
ur afgasblásurum og eftirkælingu. Vélin
er 330 kW (448 hö) við 1800 sn/mín.
Við vélina er skrúfugír frá Mekanord af
gerð 350HS með niðurgírunina 4,14:1
og tveimur aflúttökum fyrir dælur. Við
gírinn er skiptiskrúfa af gerðinni Korsör
Scandinavian CP18-R, fjögurra blaða úr
NiAlBz, 1450 mm í þvermál. Skrúfan
snýst 435 sn/mín við 1800 sn/mín á vél.
Tvær Deutz Diter rafstöðvar af gerð-
inni BW1557 eru fyrir ljós og rafmagns-
notkun. Hvor vélin er 46 kW. Raf-
magnskerfi skipsins er 3 x 230 VAC, 50
Hz fyrir mótora og notendur. Skamm-
tíma samfösun á vélunum.