Ægir - 01.02.2000, Side 48
Guðlaugur H. Þóróarson, skipstjóri og útgeróarmaður, og
dóttir hans með nýja Brík i baksýn.
Stýrisvél skipsins er frá Garðari Sig-
urðssyni Stýrisvélaþjónustu. Tvær K&R
austurs- og sjódælur eru frá Vélasölunni.
Tvær sambyggðar vökvadælur eru fyrir
vindur á þilfari að gerðinni Denison
T6CC-B25B25, 2x138 1/mín og 210 bör.
Sambyggðu dælurnar eru á aflúttaki
skrúfugírs. I vélarúmi er Inergen slök-
kvikerfi frá Securitas.
Tæki í brú o.fl.
Helstu siglinga-, fiskileitar- og fjar-
skiptatæki eru frá R. Sigmundssyni ehf.
Búnaðurinn samanstendur af gíróáttavita
frá Reytheon Anschlútz af gerðinni
Standard 20, Reytheon Anschlútz Pilot
Star D sjálfstýringu, Leica GPS, Garmin
GPS og CSI leiðréttingartæki fyrir GPS
tækin, Kelvin Hughes Nuclear 2 ARPA
radar, Micrel dýptarmæli af gerðinni Fish
Explorer E-200, 28/50 kHz, Sodena Tur-
bo 2000 tölvuplocter og Reytheon VHF
talstöð. Onnur helstu tæki eru Seine-Tec
átaksmælir frá Vaka-DNG, stjórnbúnað-
ur fýrir vél og skrúfu frá Deutz og stjórn-
búnaður fyrir dragnótarvindur Vélaverk-
stæði Sigurðar, ásamt ýmsum lögskildum
búnaði.
Björgunarbúnaður samanstendur m.a.
af tveimur Víking gúmmíbjörgunarbát-
um, sex manna og fjögurra manna.
Sleppibúnaði frá Netagerð Vestfjarða sem
hægt er að stjórna frá brú og sjálvirku til-
kynningarkerfi af gerðinni Trac STK frá
Vaka-DNG.
Helstu birgjar og verktakar
sem komu að smíði
Bríkar BA 2
3x Stál - Sigurður Jónsson og Yachting
Consult í Hollandi sáu um hönnun skips-
skrokks. Kristján Kristjánsson teiknaði
og sá um hönnun varðandi vél- og
skrúfubúnað. Rafskaut/Rafjón önnuðust
alla rafmagnsvinnu. Trésmíði var fram-
kvæmd af Agústi og Flosa á Isafirði.
Frostorka sá um kælikerfi lestar. Pípu-
148
lagnir voru unnar af Röratækni. S.R.G. sá
um flísalagningu og vann alla steypu-
vinnu. Málningarlagerinn á Isafirði sá um
að mála skipið með International skipa-
málningu frá Hörpu hf.
Deutz aðalvél, ljósavélar, skrúfa og gír
eru frá Nonna ehf. Stýrisvélin er frá Garð-
ari Sigurðssyni og austurs- og brunadæl-
ur frá Vélum ehf. Togvindur skipsins eru
frá Vélaverkstæði Sigurðar í Garðabæ. Frá
Atlas er Palfinger krani með vírspili.
Hurðir, gluggar, kýraugu og skipstjóra-
stóll eru Mar-Afli í Hafnarfirði. Frá
Vaka-DNG eru Seine-Tec átaksmælir og
sjálfvirk tilkynningaskylda af gerðinni
Trac STK. Víking gúmmíbjörgunarbátar
eru frá Icedan. Tæki í brú eru frá R. Sig-
mundssyni ehf.
Fiskifélagið þakkar öllum sem lögðu til
upplýsingar við gerð lýsingarinnar,
starfsmönnum Skipasmíðastöðvarinnar á
Isafirði, birgjum, Siglingastofnun og
fleirum.
Óskum útgerð og áhöfn til hamingju
með nýja skipið. Spilbúnaður
skipsins er framleiddur af:
Vélaverkstæói Sigurðar ehf.
Skeióarás 14 • 210 Garðabæ
Sími: 565 8850 • Fax: 565 2860
Internet: http://www.arctic.is/fin/velsig/
E-mail: velasig@tv.is