Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 34

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 34
32 eptir fráfall hans 1920 bauð heimspekisdeild háskólans mér embætti þetta, er pá var orðið prófessorsembælti, en sakir aldurs og af öðrum ástæðum hafnaði eg þessu góða boði. — 2. nóv. 1911 var mér veitt aðstoðarskjalavarðarsýslan við Landsskjalasafnið (siðar Pjóðskjalasafn) frá nýári 1912, og gegndi eg þeirri sýslan þangað til eg var skipaður þjóðskjalavörður 9. maí 1924, frá 1. júní s. á. Síðan i ársbyrjun 1912 hefl eg baft styrk úr landssjóði (ríkissjóði) til að semja »Æfisögur lærðra manna íslenzkra«, og veturinn 1919—1920 dvaldi eg í Kaup- mannahöfn með sérstökum styrk lil að rannsaka söfn þar í þessu augnamiði. Síðan 1918 hefi eg verið í stjórn Bókmentafélagsins' og var kjörinn heiðursfélagi þess næstl. vor (1926). Eg var einn af stofn- endum Sögufélagsins 1902 og i stjórn þess jafnan síðan og formaður þess síðan 1924, en kosinn heiðursfélagi þess 1920. í fulllrúaráði Forn- leifafélagsins hefi eg verið síðan 1897. Frá 1909—1913 og aptur síðan 1917 lief eg verið einn af þremur þingkjörnum dómnefndarmönnum til að úthluta verðlaunum úr »Gjöf Jóns Sigurðssonar«. Sumarið 1925 var eg 2 raánuði í Iíaupmannahöfn til aðstoðar dansk-íslenzku lög- jafnaðarnefndinni við endurheimt íslenzkra skjala ,úr söfnum þar, og næsll. vor var eg þar 3 mánuði við aðgreiningu íslenzkra skjala i Rík- isskjalasafninu. 23. des. 1925 veilti heimspekisdeild háskóla vors mér þá sæmd að gera mig heiðursdaktor í heimspeki (Dr. phil. h. c.). Ilin helzlu rit, sem eg hefi samið, eru: Guðfræðingatal (æfisögur isl. stúdenta, er tekið liafa embættispróf i guðfræði við Hafnarháskóla 1707—1907, verðlaunað af »Gjöf Jóns Sigurðssonar« 1891, en prentað 1907—1910). Alþingismannaförin 1906, ásamt Júlíusi Havsteen amtmanni (prentað 1907). Rannsókn á nokkrum bæjanöfnum á íslandi (prentað í Árbók Fornleifafélagsins 1923) og ýmsar smærri rilgerðir, t. d. Nokkrar athuganir um islenzkar bókmentir á 12. og 13. öld (um ætt- erni Slyrmis fróða og höfunda Hungurvöku, Pálssögu og Porlákssögu eldri og yngri, (prentað í »Skirni« 1912). Um Galdra-Lopt (prentað 1915). Ennfremur nokkrar æfiminningar: (Benedikts sýslumanns Sveinssonar, í »Andvara« 1900, séra Páls Björnssonar í Selárdal, í »Skírni« 1922, dr Jóns Porkelssonar þjóðskjalavarðar og séra Björns Halldórssonar á Setbergi, hvoittveggja í »Skírni 1924, og Benedikts Jónssonar Gröndals yfirdómara og skálds, (í »Skírni« 1925). Á skólaárum mínum samdi eg Registur við 1. bindi Sýslumannaæfanna. En þessi eru hin helztu rit, sem eg hefi séð utn útgáfu á: Sýslumannaæfir II.—IV. bindi (prentað 1902—1915), íslenzkir annálar frá siðari öldum (1400—1800), gefnir út af Bókmentafélaginu, I. B., 1,—5. hepti (heldur áfram), Biskupasögur séra Jóns Halldórssonar í Ilítardal, 2. bindi (Sögufélag gaf út 1911 — 1915), Skólameistaratal sama höfundar (útg. Sögufélagsins 1916—1918), Gamlar skólaraðir frá Skálholtsskóla, Hólaskóla og Hólavallarskóla m. fl. (sama

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.