Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 49

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 49
47 vindla, vindlinga o. fl., og hefir verið opin daglega frá kl. 9 árd. til kl. 11 síðd. Þessar veitingar hefir hún jafnan selt við svo vægu verði sem unt hefir verið Hún hefir því eins og áður verið aðal samkomu- staöur stúdenta. f*ar hafa flestir þeirra hist og kynst, og rætt saman áhugamál sin og bundist margskonar samtökum og vináttuböndum. Stúdentagarðurinn. Um miðjan nóvember kaus Stúdentaráðið Björn E. Arnason cand. jur. og Karl Jónasson stud. med. til þess að endurskoða reikninga stúdentagarðssjóðsins. í byrjun desember lagði stúdentagarðsnefndin síðan fram reikninga sjóðsins endurskoðaða og skilaði af sjer. Er öll- um fyrirspurnum hafði verið svarað, voru reikningarnir samþyktir í einu hljóði. Siðan var stúdentagarðsnefndin endurkosin, nema cinn maður, sem var fluttur úr bænum. í hans stað kaus Slúdentaráðið í nefndina Svein Björnsson sendiherra. Petta ár áttu því sæti í nefnd- inni: dr. phil. Alexander Jóhannesson docent, dr. phil. Guðmundur Finnbogason landsbókavörður, Lúðvíg Guðmundsson stud. theol. Sveinn Björnsson sendiherra, Thor Thors stud jur. og Tómas Jónsson stud. jur. Stúdentagarðssjóðurinn hefir aukist allmikið þelta ár: Selskinna (íslendingahók) hefir haldið áfram uppteknu starfi, að safna rithöndum íslendinga og fje til Stúdentagarðsins jafnframt. Er það orðinn drjúgur skildingur, sem hún hefir aflað sjóðnum. Samþykt var að gefa i.t annað bindi af bókinni fyrir Vestur-islendinga. Á þessu ári hefir nefndin fengið ákveðin loforð ura fje lil sjö her- bergja (kr. 5000 CO hvert) í Stúdenlagarðinum frá sýslum, fjelögum og einstökum mönnum, og hefir nokkuð af þvi þegar verið greitt. Skemtana í sambandi við 1. des. hefir áður veiið getið. Nú mun sjóðurinn vera orðinn um 100 þús. kr.. og auk þess ura 30 þús. kr. í loforðum. Petta er að vísu allmikið fje, en ekki nægir það til þess að byggja garðinn. Pað er nú unnið að því að útvega honum lóð og verður siðan bráðlega byrjað að byggja, að likindum á næsta sumri. Auk þess sem hjer er talið hefir Stúdentaráðið hafl með höndum ýms önnur mál, sem vörðuðu stúdenta almenl; mál, sem snertu að eins yfirstandandi tíma eða hafa ekki komist lil verulegra fram- kvæmda, og því þykir ekki ástæða til að geta um lijer. Ileykjavík, i sepl. 1920. Guniilaiigur Indridason.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.