Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 46

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 46
4 mundsson stud. jur., tslcifur Arnason slud. jur. og Magnús Ágústs- son stud. med. Á fyrsta fundi hins nýkjörna Stúdentaráðs, 4. nóv., voru kosnir í stjórn pess: formaður Gunnlaugur Indriðason, ritari Magnús Ágústs- son og gjaldkeri Ivarl Jónasson. — Á sama fundi skilaði formaður fráfarandi Stúdentaráðs af sjer og vakti athygli ráðsins á peiin mál- um, cr pá lægju fyrir. 1. desember. Eins og vcnja hefir vcrið hafði Stúdentaráðið undirhúning mcð há- tiðahöld á fullveldisdaginn. En 23. nóv. Ijest einn af kcnnurum há- skólans, prófessor Guðmundur Magnússon, og stóð lik hans uppi 1. des. Pess vegna var öllum skemtunum frestað til sunnudags 7. des. Ágóð- inn af peim, sem jafnan rennur í Stúdentagarðs-sjóðinn, varð pví rýr- ari en við var búist, par sem íleiri opinberar skemtanir en porr, sem stúdentar gengust fyrir, voru lialdnar í bænum pann dag. Á fullveldisdaginn gaf Stúdentaráðið út hlað, er nefnt var »Stúdenta- blað«, 12 síður i stóru fjögra blaða broti. Par birtust Ijóð og rilgcrðir um ýms elni, cinkum pó stúdentamálefni, eft r stúdenta og háskóla- kennara. Auk pess er pað prýtt myndum. Dlaöið var selt á götum bæjarins pann dag og 7. des., og auk pess sent til helstu kaupstaða hjer á landi og lil Kaupmannahafnar. Pað var scll á kr. 1.00 cinlakið, og varð ágóði af pví um 700 krónur. Stúdentamótið í Oslo. Vorið 1925 boðuðu norskir stúdentar til almenns uorræns stúdenla- móts í Oslo dagana 17.—24. júní. Þeir lofuðu að greiða á margan liátt fyrir öllum peira, sem tilkynlu pálftöku sína nógu snemma, svo sem mcð bústað í borginni o. 11. Jafnframl buðu p?ir 3 íslenskum stúdcnt- um að vera geslir sínir meðan á mótinu slæði. Stúdentaráðið tók petta mál að sjer, en fiestir voru tregir til farar- innar vegna kostnaðar. Stúdentaráðið leitaði pá til landsstjórnarinnar og mæltist ttl pess að hún veitti stúdentum styrk nokkurn til farar- innar. Hún brást vel við peirri málalcitun og veitti til fararinnar kr. 1000.00, er Stúdentaráðið skifti síðan milli priggja af peim stúdent- um, er um pelta höfðu sótt, pannig: Tómas Jónsson stud. jur. fjekk kr. 400.00, Porkell Jóhannesson stud. mag. kr. 400 00 og Ólafur Mar- tcinsson stud. mag. kr. 200 00. Ilinn síðastnefndi ferðaðist jafnframt í stúdentaskiftum og fjekk einnig styrk af pví fje, er til peirra var varið. Fjórði íslenski stúdentinn, Thor Thors stud. jur., sólli mótið á vegum Stúdentaráðsins, en kostaði ferð sína að öllu leyti sjáltur. Prír voru

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.