Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Blaðsíða 5
I. STJÓRN HÁSKÓLANS
Rektor háskólans var prófessor Niels Dungal.
Varaforseti háskólans var kjörinn próf. dr. Ágúst H.
Bjarnason, en ritari prófessor dr. Magnús Jónsson.
Deildarforsetar voru þessir:
Prófessor dr. Magnús Jónsson í guðfræðisdeild,
— Jón Steffensen í læknadeild,
— Bjarni Benediktsson í lagadeid og
dr. Ágúst H. Bjarnason i heimspekisdeild.
Áttu þessir deildarforsetar sæti í háskólaráði undir for-
sæti rektors.
II. SKRÁSETNING STÚDENTA
Skrásetning nýrra háskólaborgara fór fram þriðjudaginn
20. september kl. 11 f. h., að viðstöddum kennurum háskól--
ans og stúdentum og ýmsum gestum. Athöfnin fór fram í
fundarsal neðri deildar alþingis. Stóð rektor fyrir henni og
flutti ræðu þá, er hér fer á eftir:
Háttvirtu gestir. Kæru samkennarar og stúdentar.
Þegar við svipumst eftir því, sem nú er merkilegast að
gerast í málum háskólans, verður okkur starsýnast á þá
liina miklu byggingu, sem nú er að rísa upp suður á Mel-
um og á að verða höfuðaðsetur Háskóla íslands um
ókomnar aldir. Hún er nú það langt komin, að auðsætt er,
að hún muni verða bæjarprýði og eitthvert mesta hús
landsins.