Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Side 62

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Side 62
60 Verður hér greint frá þvi helzta er ráðið starfaði að. — Ber þá fyrst að greina það málið, sem ráðið undanfarin ár hefir nær óslitið fjallað um, styrkjamálið. Var kosin nefnd til þess að gera athuganir og tillögur til Stúdentaráðsins um þessi efni. Tók prófessor Ólafur Lárussbn sæti i nefndinni fyrir tilmæli ráðsins. Skilaði nefndin síðan ýtarlega rökstuddu áliti um þessi efni. Á grundvelli þess fór svo Stúdentaráðið þess á leit við hið háa Al- þingi, að náms- og húsaleigustyrkur til stúdenta yrði hækkaður upp i 33.000 krónur úr þeim 24 þús., er hann áður var. Þegar þetta er ritað, er ekki vitað, hvernig þessari málaieitun reiðir af. Vitað er þó, að ýmsir ráðamenn á Alþingi eru hlynntir J)essari mjög svo hóg- vær'u umsókn. Upylýsiiigaskrifslofn starfrækti ráðið sem áður. Var henni nú ráð- inn nýr forstjóri, Lúðvig Guðmundsson, fyrsti forstjóri hennar og upphafsmaður. Var skrifstofunni fengið hetra húsnæði á Garði. Naut hún lieirra húsakynna yfir sumarið, en varð síðan húsvillt á ný. Er skrifstofan nú í bókaherbergi Garðs og er J)að í senn óhentugt henni sjálfri og l)eim, er njóta vilja hins fátæklega hókakosts Garðs. Reyndi Stúdentaráðið i samvinnu við forstjóra skrifstofunnar að víkka starfssvið og koma á rekstri hennar sem helzt i l)að horf, að stúdentum mætti að gagni koma. Hefir sú viðleitni að ýmsu leyti bor- ið árangur, svo sem að samvinna hefir tekizt milli skrifstofunnar og Viðskiptamálaráðuneytisins um úthlutun gjaldeyris til námsmanna erlendis. Má óhikað vænta þess, að vel takist til um starfsemi skrif- stofunnar undir stjórn hins ötula forstjóra hennar. Þá lét ráðið hagsmunamál Garðs til sín taka. Var i fyrstu ákveðið að veita 500 kr. gegn jafn miklu framlagi frá Garðstjórn til þess að kaupa setustofuhúsgögn í samkomusal Garðsins. Sökum erfiðs fjár- hags treystist Garðstjórn ekki til þess framlags, og bauðst þá ráðið til þess að Iána Garði 1000 kr. með 4% ársvöxtum til 10 ára, auk fyrrgreindra 500 kr. Tók Garðstjórn því boði og hefir síðan verið aflað húsgagna eftir því sem fé hefir hrokkið til. Verður að líta á þetta sem byrjunarráðstöfun i þessu efni. Þá hafði ráðið samvinnu við Garðstjórn um úrræði til fjárhagslegrar aðstoðar Garðinum, en fjárhagur hans er til muna of þröngur. Verður ekki séð, hvað upp úr því hefst að svo komnu máli. íþróttamál stiídenta komu nokkuð til afskipta ráðsins. Alþingi hafði veitt 300 kr. styrk til íþróttaiðkana meðal háskólastúdenta. Var því fé ráðstafað til skíðakaupa og lagði íþróttafélag Háksólans einnig fram fé í þvi skyni. Voru keypt 10 pör af góðum skiðum og voru þau lánuð stúdentum út ókeypis yfir velurinn. Voru þau all-mikið notuð

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.