Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Side 6
4
Við höfum lengi, áreiðanlega allt of lengi, orðið að haf-
ast við i algerlega ófullnægjandi húsakynnum, sem hafa
verið svo léleg, að þau liafa dregið úr eðlilegum þroska
slofnunarinnar. Kennslutæki liafa verið ónóg, vinnu- og æf-
ingastofur liefir vantað fyrir stúdentana, svo að kennslan
liefir orðið ófullkomnari en liún liefði þurft að vera, hóka-
og tímaritakostur hefir verið af skornum skammti og ekk-
ert viðunanlegt liúsrúm fyrir hókasöfn liáskóladeildanna,
svo að ekki hefir orðið hálft gagn að hókakostinum miðað
við það, sem orðið liefði i vel skipulögðu safni.Háskóla-
kennararnir liafa verið svo illa launaðir, að þeir hafa neyðzt
til að taka að sér aukastörf, sem liafa tekið dýrmætan tíma
frá vísindastörfum, sem samt var nógu erfilt að halda uppi,
þar sem aðstæður voru verri liér en viðast hvar annars-
staðar, vegna húsnæðisleysis, hókaleysis, áhaldaleysis og
mér liggur við að segja allsleysis. Því að almenningur get-
ur ekki gert sér í hugarlund, live margir og miklir erfið-
leikar flykkjast að til að torvelda þróun slíkrar stofnunar.
Það er milcill aðstöðumunur fyrir liina aklagömlu há-
skóla, sem hafa safnað að sér fróðleik i öllum myndum,
ekki einungis í hókasöfnum, heldur einnig í ýmsum öðrum
söfnum, sem eru nauðsynlegar hjálparhellur bæði við
kennslu- og vísindastörf, háskóla, sem studdir eru af millj-
ónaríkjum, eða auðmönnum, sem sjá um að stofnanirnar hafi
ávallt úr nógu fé að spila. Og samt hafa allar þessar stofn-
anir, þrátt fvrir liina heztu aðbúð, þurft sinn tíma til að festa
rætur og þroskast áður en sæmilegir ávextir fengjust.
Hér norður á hala veraldar réðst þessi fámenna og fá-
tæka þjóð í að stofna háskóla 1911. Með því að ráðast í
þetta, sýndi þjóðin meiri stórhug en nokkur gat búizt við
af lienni. Því að ef þjóðin vill krefjast mikils af háskóla
sinum —- og liún á heimtingu á að hann verði henni til
gagns og sóma — þá verður háskólinn einnig að krefjast
mikils af þjóðinni, því að slík stofnun þarf ávalt mikils
með. Ég sagði, að þjóðin hefði sýnt stórhug með stofnun
háskólans, því að það er einsdæmi, að svo lítil þjóð færist