Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Page 8

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Page 8
6 á því, aö háskólinn er og verður ekki annað en það sem við gerum hann, að háskólinn er starf og framkoma kenn- ara og nemenda og að vegur hans er algerlega undir þeim kominn. íslenzka þjóðin er fámenn og hefir aldrei liaft hol- magn til að vinna nein stórvirki, sem mannfjölda þarf til. En þrált fyrir það hefir þessari litlu þjóð tekizt að vinna andleg afrek, sem skipuðu lienni í háan menningarsess á sinum tíma, ekki vegna þess, live stór þjóðin væri, heldur vegna þess, að hér voru nokkrir fróðir menn, sem unnu sannleika og fegurð í senn og létu sér annt um að varðveita fróðleik sinn frá gleymsku. Og enn er það eins, að þjóðin er fámenn. En hún getur verið góðmenn. \Tið getum ekki unnið nein afrek, sem mann- fjölda þarf til, en mannvit og mannkostir, fróðleikur og dugnaður, fegurð og drenglund eiga að geta náð sama þroska meðal manna og' kvenna hér eins óg í öðrum menn- ingarlöndnm. Við munum aldrei geta okkur orð fyrir mann- magn eða mannfjölda, heldur aðeins l'yrir manngæði, og að sama skapi, sem liér er meira fyrir lífinu haft en í heit- ari löndum, verður hvert mannslíf dýrara og á að verða dýrmætara um leið. Þegar við nú förum að liugsa til að flytja búferlum héð- an í hið nýja liáskólahús, verður okkur að vera ljóst, hver vandi fylgir því að fá svo veglegt hús yfir háskólann. Við verðum að gera okkar ítrasta til, að háskólinn verði annað og meira en liið stóra og fagra hús, sem við öllum hlasir, að sálin verði samhoðin þessum mikla lílcama. Og því segi ég þetta nú, löngu áður en húsið er fullgert, að okkur veitir ekki af tímanum til að vera vel undir vistaskiptin húin. í háskólaljóðunum, sem sungin voru áðan, er háskólans getið sem lítils vísis, sem þurfi að þroskast og dafna, verða stór og hár. Við vitum öll live erfitt er að rækta liér tré, hve nýgræðingurinn er viðkvæmur fyrir umhleypingum og frostum og hve mikillar aðhlynningar hann þarf með, ef hinn litli vísir á að geta náð eðlilegum þroska, unz hann fær staðizt alla storma.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.