Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Page 9
/
Hinn andlegi gróður er engu síður viðkvæmur fyrir
stormum og kuldum, sem geta valdið kyrkingi í vexti hans.
Það er lika fj'rsta skilyrðið fyrir vexti og viðgangi liáskól-
ans, að honum verði skýlt fyrir stormum stjórnmálaerj-
anna og dægurþrasi, að það megi verða friður um hann,
svo að hinn litli vísir fái notið þess andlega skjóls, sem
honum er nauðsynlegt. Þar með er ekki sagt, að háskólans
inenn þurfi að vera skoðanalausir í stjórnmálum, en sem
menntuðum mönnum ber þeim skylda til að vera um-
burðarlyndir, líta ekki á lwern mann sem óalandi og óferj-
andi, sem er á annari skoðun en maður sjálfur. Þeir menn,
sem verja æfi sinni til að afla sér þekkingar, eiga öðrum
fremur að gera sér grein fjrrir því, að skoðanir taka þar
við sem þekkinguna þrýtur, og að margur er þar ekki eins
sterkur á svellinu og hann heldur sjálfur. Menntamenn-
irnir eiga að vita, að skoðanafrelsið er ekki réttur til að
lítilsvirða skoðanir annara og gefur enga heimild til að
ætla illar livatir þeim, sem öðrum málstað fylgir. Það er
miklu frekar ástæða til að fagna þvi, að menn hafi mis-
munandi skoðanir, því að það gerir lífið tilhreytingarríkara
lieldur en þar sem allir svngja sama sönginn, og þar sem
öll hlöð flytja ÖIl mál eftir einni skipan, en til að vel fari
og þetta frelsi glalist ekki, verða menn að virða skoðanir
andstæðinga sinna og sýna drengskap í hverri viðureign.
Ef andi sanngirninnar og umburðarlyndisins mætti dafna í
háskólanum og herast þaðan út til þjóðarinnar, væri það
e. t. v. sá gróður, sem við íslendingar höfum nú mesta þörf
fyrir. Og ef það mætti takast, að gera háskólann að slíkri
gróðrarstöð, þá er ekkert hús of veglegt fjrrir hann.
Fram til þessa liefir okkar litli háskóli, eins og aðrir há-
skólar, aðallega verið kennslustofnun, sem hefir húið menn
undir emhætti, einskonar embættismannaskóli, en miklu
minna hefir kveðið að vísindastarfsemi innan hans. Aðal-
áherzlan hefir, sem eðlilegt er, verið lögð á kennsluna, en
allar aðstæður til vísindastarfsemi verið mjög bágbornar,
nema helzt í norrænum fræðum, og hafa þó verið slæmar