Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Side 10
8
þar líka. En háskólinn má eklci festast í því að vera aðeins
kennslustofnun. Hann verður að gera þær kröfur til hvers
kennara að liann taki sér vísindaleg verkefni til úrlausnar
og vinni að þeim, og á þeim er enginn hörgull í þessu landi.
Hin vísindalega starfsemi er ekki aðeins nauðsynleg til
lausnar á ýmsum vandamálum lands og þjóðar, heldur er
hún nauðsynleg fyrir háskólann lil að halda uppi heiðri
hans, en fyrst og fremst er hún þó nauðsynleg háskólakenn-
urunum sjálfum, til að þeir geti þroskazt í starfi sínu og
vaxið með þvi, en lendi ekki í andlegri kyrstöðu. Þetta er
i raun og veru mjög mikið vandamál fyrir hvern háskóla-
kennara, ekki einungis við þennan litla háskóla, heldur við
alla háskóla, vegna þess live erfitt það er að þjóna tveimur
lierrum, nl. að vera hvorttveggja í senn, góður kennari og
um leið starfandi vísindamaður. Hinn samvizkusami kenn-
ari, sem vill fvlgjast vel með i fagi sinu, kemst aldrei yfir
að lesa nema lítið hrot af því, sem hann þyrfti, ef hann ætti
að lesa, þótt ekki væri nema það lielzta, sem út kemur á
lians sviði. Honum hættir við að fara með allan sinn tíma í
timarita- og bókalestur, en fær engan tima til sjálfstæðra
vísindastarfa. Og það sem verst er, að þetta verður að vana,
svo að sá, sem einu sinni er inn á þessa braut kominn, á
erfitt með að hyrja sjálfstæða visindalega vinnu, hann
verður lærður maður, en honum hættir til að verða fangi bók-
anna. Hinn, sem leggur virka liönd á visindastörfin, getur
sáralílinn tíma haft til að fylgjast með á ýmsum sviðum i
fagi sínu, og má því húast við, að margt fari fram lijá sér.
Þetta er þó sú leiðin, sem háskólakennarinn verður að fara,
cn mörgum liætlir við að komast aldrei á þessa braut af ein-
skærri samvizkusemi, nl. af því, að þeir vilja rækja kennsl-
una svo vel. Nú eru óvenjulega margir ungir kennarar ný-
komnir að háskólanum. Ég vil leyfa mér að segja við ykkur,
sem eigið að bera heiður hins komandi stærra háskóla uppi:
Hefjizt nú þegar lianda og takið ykkur visindaleg viðfangs-
efni, gerið það ykkar sjálfra vegna, því að ef þið leggið ekki
nú út á þá braut, gerið þið það aldrei. Sem byrjandi kenn-