Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Síða 15

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Síða 15
13 Erlendir háskólar og stofnanir. Háskólanum barst boð frá háskólanum í Grenoble, að senda fulltrúa á 600 ára afmælis- b.átíð bans, og frá Kungl. svenska vetenskapsakademien á tveggja alda afmæli þess, en ekki var kostur að taka þess- um boðum. Ennfremur var boðið til þátttöku í 9. norræna sagnfræðingafundinum í Helsingfors (sem ekki varð úr), norræna sagnfræðingaþinginu í Kaupmannahöfn, 7. alþjóða- þingi erfðafræðinga og heimskautalandasýningu í Hergen. Gestir frá útlöndum. Próf. Halldór Ilermannsson frá Itbaca, N.-Y., flutti 3 liáskólafvrirlestra um Vínlandsferðir 5. 7. og 9. sept. 1938. — Próf. dr. W. II. Vogt frá Iviel flutti 6. sept. fyrir- lestur, sem bann nefndi hið heilaga, örlög og Óðinn. — Svend Aggerholm leikari flutti 4 fvrirlestra, með upplestri, um Adam Homo eftir Paludan-Múller 2., 3., 5. og 10. okt. — Baron dr. II. H. von Schwerin flutti fvrirlestra um sögu byggingarlistarinnar og um byggingarlist í Svíþjóð, alls 12 fyrirlestra í október og nóvember. — Próf. dr. Louis L. Ham- merich frá Kaupmannaböfn flutti í marzlok 1939 3 fyrirlestra um menningaráhrif frá Miðjarðarhafsþjóðum á Þjóðverja. — Próf. P. Skautrup frá Árósum flutti 21., 22. og 25. apríl fyrirlestur um lunderni og mál danskra bænda, um upp- nina danskrar tungu og yfirlit um sögu örnefnarannsókna í Danmörku. — Dr. rer. pol. frú lrmgard de Arlandis flutti i júníbyrjun 3 fyrirlestra á norsku um fjárhagsmál Miðjarðar- hafslandanna, um vöruskipti milli Norðurlanda og Suður- landa, og um greiðslur á milli ríkja. — Próf. H. Nilsson-Ehle frá Svalöf á Skáni flutti 27., 28. og 29. júní fyrirlestra uin 1) sænskcir jurtakynbætur í þágu landbúnaðarins; vinnuað- ferðir og árangur, 2) um kynbætur á skógartrjám, einkum fyrir aukningu á litningafjölda og 3) um rannsóknir viðvíkj- andi röntgenkynbrigðum í korntegundum. Ennfremur bafði báskólinn boðið til fyrirlestrabalds próf. Sir William A. Craigie, dr. theol. Eivind Berggrav, biskupi í Oslo, og dr. theol. Louis C. Cornish í Boston, en enginn þeirra gat komið að þessn sinni.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.