Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Side 16

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Side 16
14 Leyfi frá kennslu. Próf. clr. Sigurður Nordal fékk lausn frá kennsluskyldu frá byrjun haustmisseris til októberloka, próf. dr. Alexander Jóhannesson í janúar og til 10. febrúar og Kristinn Stefánsson læknir frá nóvemberbyrjun til miðs febrúar. Endurskoðendur háskólareikninga voru kosnir prófessor- arnir dr. Ágúst II. Bjarnason og Jón Steffensen. Happdrætti Háskóla íslands. Stjórn liappdrættisins var endurkosin fyrir árið 1939, prófessorarnir dr. Alexander Jóhannesson, dr. Magnús Jónsson og fíjarni Benediktsson. Endurskoðendur bappdrættisins voru kosnir próf. Ásmund- ur Guðmundsson og Þorsteinn Jónsson bankafulltrúi. Skýrsla um starfscmi liappdrættisins er prentuð á bls. 56—59. Minning Haralds Níelssonar. Minningarsjóður sá, sem stofn- aður var á 10. ártíðardegi próf. Haralds Níelssonar, sbr. síðustu Arbók bls. 11, var í árslok orðinn kr. 12940.10. A 70. afmælisdegi Haralds Níelssonar 30. nóv. 1938, var haldin minningaratböfn í Gamla Bíó. Flutti próf. Ásmundur Guð- mundsson fyrirlestur um æfi og starf lians, og var fyrirlest- urinn síðan prentaður. Skipulagsskrá fvrir minningarsjóðinn var staðfest af kon- ungi 8. okt. 1938 og er prentuð á bls. 63—64. Árbókarnefnd. Á fundi 14. nóv. 1938 samþykkti liáskóla- ráðið að setja 4 manna nefnd til þess að ráða og sjá um út- gáfu fylgirits Árbókar háskólans. Verði atkvæði jöfn í nefnd- inni, sker háslcólaráð úr. Hver báskóladeild tilnefni einn mann í nefndina. Nefndin er skipuð lil 4 ára. í fyrstu ár- bókarnefnd eiga sæti, samkv. tilnefningu deildanna, prófess- orarnir dr. Magnús Jónsson, Niels Dungal, Ólafur Lárusson og dr. Ágúst H. fíjarnason. Brottvísun stúdents. Stud. med. Georg Magnússgni var 3. jan. 1939 visað burt úr háskólanum fvrir ósæmilega fram- komu við kennara í læknadeild.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.