Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Page 18

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Page 18
16 Forlagsboghandler, dr. phil. h. c. Ejnar Munksgaards Stif- íelse til Fordel for Det filosofiske Fakultet ved Islands Uni- versitet i Reykjavík. Dr. Ejnar Munksgaard gaf heimspekis- deild sjóð með þessu nafni, og er slofnfé 10000 danskar krónur. Skipulagsskrá (með dönskmn og íslenzkum texta) var staðfest af konungi 28. sept. 1938, og er íslenzki textinn prentaður á bls. 64—66. í stjórn sjóðsins voru kosnir pró- fessorarnir dr. Alexander Jóhannesson, Árni Pálsson og dr. Sigurður Nordal. Styrktarsjóður læknadeildar. Pvóf. Guðmundur Thorodd- sen var kosinn í stjórn sjóðsins af hálfu læknadeildar. Gjöf dr. Hannesar Þorsteinssonar. Handritasafn sjóðsins var selt Landsbókasafni fyrir 13500 kr. Dánarsjóður Björns M. Ólsens. Samþykkt var að greiða úr sjóðnum 1500 kr. til þess að ljúka við útgáfu fyrirlestra Björns M. Ólsens um Islendingasögur. Bókasafn læknadeildar. Veittar voru af óvissum gjöldum Sáttmálasjóðs 500 kr. til skrásetningar safnsins. Upplýsingaskrifstofa stúdentaráðs. Forstöðumanni skrifstof- unnar, Lúðvíg Guðmundssyni, voru veittar 300 kr. af óviss- um gjöldum háskólans, að fengnu samþykki kennslumála- ráðherra, til utanfarar í þarfir upplýsingaskrifstofunnar. Námsleyfi. Þessir erlendir stúdentar fengu leyfi til skrá- setningar: Karl Fromme, Hákon Hamre, Kari Hamre, Harrg IV. Schrader og Kurt Sonnenfeld.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.