Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Síða 68

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1939, Síða 68
66 8. gr. Ekki má gera rétt til styrks úr sjóðnum að dómstólamáli, heldur sker nefnd sú, er um ræðir í 4. gr., úr því, og er það fullnaðarúr- skurður. 9. gr. Á hverju ári skal „Bikuhen“ gera reikningsskil fyrir eignum sjóðsins. Nefndin gerir einnig á hverju ári reikningsskil um það, hvernig vaxtaupphæðinni hefir verið varið og úthlutað. Reikningsárið er almanaksárið. Áður en 3 mánuðir séu liðnir frá þvi að almanaksárið er útrunn- ið, skulu reikniiigar þessir fengnir í hendur endurskoðunarnefnd, sem gengur úr skugga um, að eignirnar séu til, og úrskurðar reikningana. 1 endurskoðunarnefndinni eru 2 menn, og skal annar þeirra vera sá maður, sem á hverjum tíma er sendiherra íslands i Kaupmanna- höfn. Hinn nefndarmaðurinn skal kosinn, og gerir bókaútgefandi Ejnar Munksgaard það meðan hann lifir. Að sjóðstofnanda látnum skal hinn maðurinn kosinn af nefnd þeirri, er um ræðir í 4. gr. 10. gr. Skyldi svo fara, að lieimspekisdeild Háskóla íslands hætti störf- um, eru framangreindar reglur í gildi eftir sem áður — þó svo, að vaxtaupphæðir, sem enn ekki hefir verið úthlutað, skulu afhentar stjórnarnefnd Árna Magnússonar sjóðsins við háskóla Kaup- mannahafnar, og kemur stjórnarnefnd sú í stað nefndar þeirrar, sem um ræðir i 4. gr. Reglur þær, sem um getur í 2. málsgr. 3. gr., eru í gildi eftir sem áður, þó svo, að formaður stjórnarnefndarinnar kemur í stað rektors við Háskóla íslands. Ef svo kynni að fara, koma danskir vísindamenn til greina við styrkveitingu úr sjóðnum til jafns við íslenzka, með skilyrðum þeim, sem tiltekin eru í 6. gr. Staðfest af konungi 28. sept. 1938. Reg-lur um úthlutun náms- og húsalei^ustyrkja við Háskóla íslands. 1. gr. Háskólaráðið úthýtir húsaleigustyrk og námsstyrk samkvæmt þeim reglum, sem hér eru settar, með aðstoð deilda og nefnda, sem stú- dentar i hverri deild kjósa úr sínum hóp í nóvember ár hvert. Stúdentaráð ákveður hverju sinni, hversu margir skuli kosnir úr hverri deild um sig. Þó skulu aldrei kosnir fleiri en 3 úr hverri deild.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.