Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Blaðsíða 73

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Blaðsíða 73
Kennarar Háskólans 71 bæta inn á þau komandi árum, fyrst 1929. (Sbr. frumgögn þeirra í Nesstofusafni.) Enda kom það síðan í verkahring forstöðumanns rann- sóknastofu í heilbrigðisfræði að annast sam- skipti við erlendar stofnanir og rannsóknir í þágu heilbrigðisstjómar, sem fylgdu embætti aukakennara í heilbrigðisfræði sem Júlíus var skipaðurí frá 1. okt. 1937. Frá 1. júlí 1945 varð hann prófessor í sömu grein. Rannsóknastofan í heilbrigðisfræði var fyrst í húsi Rannsóknastofu Háskólans við Baróns- stíg og bjó mest að þeim tækjum er hún gat séð af, en þegar Háskóli íslands fluttist í eig- ið hús 1940 átti hún þar inni jafnlengi og Júlí- us veitti henni forstöðu eða þar til hann lét af störfum 1975. Hið nýja húsnæði var tvö her- bergi með rannsóknaraðstöðu á 1. hæð og sam- eiginlega dýrageymslu í kjallara, en án allra tækja, svo að í þeim efnum varð að bjargast við hið gamla, og stóð svo til 1942, að lækna- deild fékk styrk frá Rockefeller Foundation til að búa ranrtsóknastofur hennar í háskólahúsinu tækjum. Af vinnu Júlfusar fyrir heilbrigðisstjómina leiddi þátttöku hans í störfum fjölda nefnda og ráða, innlendra sem erlendra. Hann var for- stöðumaður matvælaeftirlits ríkisins 1937-42, í manneldisráði frá stofnun þess 1942, formað- ur öryggisráðs 1955-78, aðalfulltrúi íslands á þingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar 1948-59 og 1961, í íslandsnefnd matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) síðan 1946, í British Nutrition Society síðan 1946, Academia internationalis medi- cinae legalis etsocialis frá 1952, Royal Society of Medicine frá 1960 og New York Academy ofSciences síðan 1961. Tvö síðasttöldu félögin tengjast viðurkenningu þeiira á hinum athygl- isverðu rannsóknum Júlíusar, sumpart í félagi við Níels prófessor Dungal, á krabbameini, einkum í maga, meðal íslendinga. Júlíus var ágætur málamaður og vel að sér í þeim fræðum, og var það honum ómetanlegur styrkur í þeim víðtæku samskiptum, sem hann átti við erlenda aðila og ritskrár hans bera hvað ljósast vitni um. (Sjá Skrárum rit háskólakenn- ara.) Læknadeild naut góðs af víðtækri og traustri þekkingu hans og fól honum mörg trúnað- arstörf. Hann var í úthlutunamefnd Anders Jahressjóðs frá 1960, f stjóm Lánasjóðs stúd- enta 1954—60, byggingamefnd læknadeildar 1960-66. Auk kennslu læknanema kenndi hann næringarefnafræði við Húsmæðrakenn- araskóla íslands 1942-1962. Júlíus var kjörinn félagi f Vísindafélagi íslendinga 1942. Hann var í stjóm raunvís- indadeildar Vísindasjóðs 1959-61 og í stjóm Læknafélags íslands 1951-57. Það var nær þriggja ára aldursmunur á okkur Júlíusi en segja má að við værum í kallfæri allt frá því fundum okkar fyrst bar saman í Gagn- fræðaskóla Akureyrar og þeim fjölgaði með hverju ári, og frá 1938 vorum við spilafélagar þar til 1979. Þá varð Júlíus fyrir þeirri þungu reynslu að tapa sjón á miðdæld sjónu (fovea centralis) og þar með lestrargetu og getu til að sjá á spil, en hinn hluti sjónu var óskertur svo hann sá útundan sér og gat þannig bjargast á ferli. Og það lýsir vel hversu frábitinn hann var öllu er mætti vekja athygli á honum, að hann notaði aldrei hin hefðbundnu tákn sjónskertra, hvítan staf og armborða, f umferðinni heldur einungis venjulegan göngustaf. Hér var ekki um neina fordild að ræða, það var hans hátt- ur þegar hann gekk heill til skógar að láta sig hverfa í fjöldann. Heima fyrir hélt hann áfram fomum hætti að fylgjast náið með veðurfari og naut þá aðstoðar góðrar eiginkonu, Bergljótar Jóhannesdóttur Paterson, en þau giflust 1934 og eignuðust tvær dætur. Júlíus var nettur maður á velli, hávaðalaus en traustur, með ríka kímnigáfu og glögg- skyggni á snögga bletti samferðarmanna sinna án þess að nota gegn þeim, heldur átti árangurs- ríka samvinnu við fjölda manna, sem öll auð- kenndist af hreinskilni og áreiðanleika, og hlé- drægnin var söm þrátt fyrir margvíslegan heið- ur er honum hlotnaðist á lífsleiðinni, síðast á 75 ára afmæli Háskóla íslands 1986 er hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.