Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Blaðsíða 12

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Blaðsíða 12
10 Árbók Háskóla íslands er m.a. fjallað um framtíðarsýn íslensks æsku- fólks fram yfir aldamót eða næsta aldarfjórð- ung. Niðurstöður þessarar könnunar lofa góðu og gefa til kynna að æskufóikið (18-19 ára) er bjartsýnt, ætlar að stofna fjölskyldu og eignast 2-3 böm. Unga fólkið leggur áherslu á mikil- vægi fjölskyldulífs og persónulegs þroska. Þau málefni sem æskufólkið vill leggja meiri á- herslu á í framtíðinni eru bætt lífskjör, sköpun atvinnutækifæra, stöðugt efnahagsástand, gæði menntunar og húsnæðismál. Aberandi er virð- ing fyrir vinnunni. íslensk þjóð þarf litlu að kvíða með slíkt æskufólk. Það sem mestu ræður um farsæld okkar í framtíðinni er einmitt unga fólkið, atorka þess, menntun og heilbrigður metnað- ur. Ykkar bíður nýr heimur, heimur hátækni og upplýsingaflóðs, og það verður ykkar hlutverk að aðlaga þessa tækni íslenskum aðstæðum og þörfum þjóðarinnar. Mörg ykkar munu berjast fyrir nýjungum og framförum, ýmist við nýtingu á orku fall- vatna eða orku úr iðrum jarðar, við nýtingu á fiskstofnum eða fiskirækt, við bætta heilbrigð- isþjónustu eða uppbyggingu ferðaiðnaðar svo dæmi séu tekin. Arangur slíkrar viðleitni kemur oft um síð- ir og tekur á sig ýmsar myndir. Eitt slfkt dæmi er uppbygging kennslu í matvælafræði hér við Háskólann. Fyrir um það bil 15 árum hófst und- irbúningur slíkrar kennslu og var leitað eftir heimild til að ráða einn kennara í matvæla- fræði. Aformum um kennslu í matvælafræði var fálega tekið. Stjómsýslumenn og stjónt- málamenn svo og margir áhrifamenn í útgerð og iðnaði töldu slíkt óþarfa. Loks var það stjómmálamaðurinn og atvinnurekandinn Jón Amason, sem þá var formaður fjárveitinga- nefndar, sem tók af skarið og fékk því til leiðar komið að við fengum dósentsstöðu í matvæla- fræði. Kennsla í matvælafræði var loks hafin, og nú höfum við útskrifað 76 matvælafræðinga á tíu árum. Fyrstu fimm ádn áttu þessir ungu matvælafræðingar erfitt með að fá atvinnu í matvælaiðnaðinum, en á síðari árum hefur eft- irspum aukist, og er nú eftirspum meiri en framboðið. Nú vantar matvælafræðinga í fram- leiðsluna, og okkur vantar í raun matvælafræð- inga til kennslu hér við Háskóla Islands. Þótt meginatvinnugrein okkar Islendinga sé matvælaframleiðsla og verði svo í náinni fram- tíð, þá var þessari viðleitni til að bæta gæði og eftirlit með framleiðslunni fálega tekið í fyrstu. Nú er flestum ljóst að við verðum að nýta okk- ur nýjustu þekkingu og tækni til að auka gæði framleiðslunnar og til að auka framleiðni og samkeppnisaðstöðu okkar. Agætu kandídatar. Ykkar bíða mörg tæki- færi, mörg og skemmtileg viðfangsefni. Þess er vænst að þið gangið faglega til verks og vinn- ið vel dag hvem. Þess er vænst að þið haf- ið þekkingu og fæmi í fræðigreininni en jafn- framt að þið hafið víðsýni og umburðarlyndi hins sannmenntaða manns. Menntunar er afl- að með ýmsum hætti og fyrir ykkur liggur enn harðari skóli, skóli lífsins sem mun leggja fyrir ykkur þ'yngri próf og þrautir en þið hafið kynnst á skólabekk til þessa. Þið munuð fá ný og oft framandi verkefni og þið munuð njóta nýrra á- taka. Mér er í minni mitt fyrsta starf eftir að ég lauk háskólaprófi, já doktorsprófi í lífefna- fræði. Starfið sem ég fékk var að framleiða sement, að vera framleiðslustjóri Sementsverk- smiðju ríkisins sem þá var að hefja framleiðslu. Ég vissi lítið um sement, en viðfangsefnið var ný þraut, nýtt próf sem krafðist mikils náms á vinnustað. I háskólanámi mínu hafði ég lært að vinna, að leysa ný verkefni, en ég hafði ekki lært að búa til sement. A skömmum tíma lærði ég að búa til sement. Þannig munuð þið læra á vinnustað, þið haf- ið lært að vinna og nýta nútímatækni. Með slíkt veganesti getið þið stöðugt tekist á við ný verk- efni og nýjar þrautir. Þið munuð þannig njóta nýrra sigra, en gleymið ekki í þeirri glímu sam- starfsmönnum ykkar, sýnið þeim þolinmæði og samúð, sýnið þeim umburðarlyndi. Ég kveð ykkur með tilvitnun í skáldið Einar Benediktsson sem segir svo á einum stað í ljóði sínu Aldamót:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.