Alþýðumaðurinn - 23.12.1947, Page 17
1947
SPARISIÓÐSBÓK MÖMMU
(Framhald af 5. síðu.)
um í Krupérsbakaríinu og fékk
greitt í gömlum, en óskemmdum
brauðum. Pabbi þvoði flöskur á
kvöldin í mjólkurbúðinni og fékk
þrjá potta af mjólk fyrir og eins
mikið af áfum og hann gat rogast
með heim. Mamma bjó til dásam-
legan ost úr áfunum.
En daginn, sem verkfallið var
úti, sýndist mér mamma rétta eins
og ofurlítið úr bakinu, líkast því
sem hún væri að varpa af sér þungri
byrði.
Hún leit sigri hrósandi kringum
sig og sagði brosandi: „Bærilega
tókst það enn. Þarna sjáið þið, við
þurftum heldur ekki núna að grípa
til sparisjóðsbókarinnar."
Og allt í einu — eða svo fannst
okkur börnunum það að minnsta
kosti — vorum við öll fullvaxin og
farin að vinna. Heima varð hljótt
og kyrrlátt og pabbi komst á eftir-
laun.
Og loks kom þar, að ég seldi
handrit að fyrstu sögunni minni.
Þegar ég fékk ávísunina fyrir það,
flýtti ég mér til mömmu og lagði
hinn aflanga græna miða í hönd
henni. „Þetta átt þú að fá, mamma,
til að leggja inn í sparisjóðsbókina
þína.“
Mannna atlmgaði ávísunina of-
urlitla stund. „Þakka þér fyrir,
barnið mitt,“ sagði hún og mér
duldist ekki, að mamma var mjög
glöð og stolt.
„Á morgun verður þú að fara
með ávísunina í bankann,“ sagði
ég-
„Ferð þú með mér, Kathryn?“
„Þess þarf ekki, mamma. Sjáðu,
ávísunin hljóðar á'þitt eigið nafn,
svo að þú þarfl ekki annað en biðja
um, að hún sé greidd inn í spari-
sjóðsreikning þinn.“
Ofurlítið bros flögraði um varir
JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 15
SKOR VIÐ BREIÐAFJÖRÐ
(Framhald aj 3. síðu.)
ég sneri aftur fyrir lnæðslu sakir
af leið, sem konur og börn fara.
En ósjálfrátt varð mér hugsað til
þeirra manna, sem þurftu að hafa
fjárgeymslu í Skorarhlíðum á vetr-
um. Það hlýtur að vera bæði erfitt
verk og bá'skasandegt. Til allrar
hamingju þurfti ég þess ekki, en
áður en varði, var ég kominn yfir
skriðuna, í grösuga, iðgræna vall-
lendisbrekku. Eg var kominn i
Skor.
I Skor er allmikið graslendi,
gengur þar fram dálítið nes, al-
gróið, en upp af því valllendis-
brekkur. Fram af nesinu ganga
klettahleinar í sjó fram allháar.
Milli þeirra skerst mjór vogur,
Skorarvogur. Er hann sennilega
Skorin, sem staðurinn dregur nafn
af. Var þar talin allgóð lending,
en stórgrýtt er þar og undanfæri
lítið. Mikill gróður er á kletta-
hleinunum, melur, skarfakál, sæ-
hvönn og ýmislegt fleira. Nesið
sjálft og brekkurnar upp af því
eru einnig vafin grasi, bæði stör og
vallgresi, enda er þarna bæði skýlt
og sólríkt. Er Skorin undravinaleg-
ur blettur þarna undir snarbröttum
hamrafjöllum. Mun hún þó einkum
vinaleg í augum þrevttra sjófar-
enda, er þar leita lendingar eftir
langan barning. En þarna er vest-
asta lendingin við Breiðafjörð, unz
komið er að Hvallátrum vestan
Látrabjargs.
Eins og nú hagar til, mundi
mönnum þykja undarlegt, að Egg-
ert Olafsson, skyldi leggja síðast
frá landi á svo afskekktnm stað.
En þá var þar síðasta landtakan
mönnnu.
„Það er ekki um neinn spari-
sjóðsreikning að ræða,“ Sagði hún
og leit á mig. „Eg hefi aldrei á
ævi minni komið í banka.“
norðan fjarðarins, og stytzt þaðan
suður yfir flóann. Um þær mundir
var einnig byggð í Skor. Sér þar
enn fyrir tóttum. Af jarðabók Árna
Magnússonar sést, að þar hefir ver-
ið nokkurt bú, en einkum var fén-
aði þó framfleytt á útigangi. Út-
ræði var þar einnig og gengu það-
an 3—5 skip. Má af því ráða, að
þá hefir verið ólíkt um að litast í
Skor og iiú. Sýnir það einnig,
hversu forfeður vorir leituðu hvers
færis, ef gafst, til að framfleyta
lífinu, því að engan mundi nú fýsa
að reisa byggð í Skor eða stunda
sjó þaðan.
Degi tekur að halla. Eg hefi
þrautskoðað allt graslendi í Skor
og skrifað plöntulista. Nokkrum
tegundum hefi ég stungið í tösku
mína til minja. Áður en ég tek að
staulast út yfir skriðurnar, sezt ég
stundarkorn hjá vallgrónum tóttun-
unum og hvíli mig. Lágvær logn-
alda gutlar við stórgrýtið í fjör-
unni. Við sjónum blasir Breiða-
fjörðurinn spegilsléttur og sólstaf-
aður svo langt sem augað eygir, en
lengst í suðri má greina Snæfells-
jökul sveipaðan sólmistri. Allt um-
hverfið andar kyrrð og friði, og
ekkert hljóð rýfur þögnina, nema
einstaka mávagarg, en þeir eru þar
á sífelldu flökkti. Hversu ólíkt hef-
ir ekki verið þarna um að litasl
hinn 30. maí 1768, er Eggert ýtti
frá landi í síðasta sinn. Kvæði Matt-
híasar skýtur upp í huganum:
„Þú heyrir enn þá harmaljóð,
sem hljóma frá kaldri Skor.“
Já, hingað til hefir mynd sú, er
ég hef gert mér af Skor, verið
kuldaleg og dökk, en nú, þegar ég
held heimleiðis þaðan og lít yfir
hana í síðasta sinn, baðaða í skini
síðdegissólarinnar, finn ég, að héð-
an af mun Skorin verða tengd sól-
skini og sumri í huga mér.
St. Std.