Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 10
um. Þeir voru annars spakir, en graslendið var lítið þarna innan um urðirnar — og iegnir voru hest- arnir og heimiúsir, þegar við lögðum á stað. Ég var hrædd um iæturna á Jarpi í urðargrjótinu, en hann tiplaði léttilega innan um stórgrýtið, en Rauð- ur var augsjáanlega ekkert hrifinn af grasapokan- úm, sem kominn var fyrir aftan hnakkinn, því að hann tók smá fjörkippi. Skjóni var þó alltaf jafn- rólegur, steig langt og skilaði vel áfram og var á undan hinum hestunum. Við íórum sömu leið til baka, en þegar heimalandið var að hverfa, leit ég aftur með söknuði. Sannarlega hefði ég viljað dvelja þarna lengur. En nú fórum við niður með gilinu, og Bæjaríjallið reis brátt að baki okkar. Við vorum fljótlega komin ofan á tún eyðibýlisins og áðum og töluðum um kindur og göngurnar, sem yrðu rétt bráðum. Ég settist og starði án afláts á fjallið hinum megin í dalnum, beint á móti, því þar var nefnilega girðing alveg upp í kletta. Það gæti verið betra að aðgæta, hvort engin kind sæist þar föst í vír. Nei, ég sá ekkert athugavert, ekki einu sinni nokkra kind nálægt girðingunni, aðeins þrjú hross þarna skammt frá. En girðingin lá líka yfir ána — og þar á nesoddanum hérna megin sá ég hggja eitt- hvað hvítt. Ég horfði lengi á þetta, en sá það ekki hreyfast. Það virtist ekkert lif með þessu, og engin kind var nokkurs staðar nálægt. Ég vakti athygli piltanna á þessu, sem ég var að horfa á, og við ræddum um það góða stund, hvort þetta gæti verið kind eða stór ullarlagður. Samferðamennirnir fóru strax að tína saman hestana, því okkur kom saman um að aðgæta þetta betur. En ég gat ekki beðið. Ég hljóp niður túnið og labbaði með fram varnargirðingunni, því það var blautt um í flóan- um, og þegar ég kom ofan undir nesoddann, sem skarst fram í ána, spratt þarna upp hvít kind, því kind var þetta, sem ég hafði séð. Kindin ætlaði að hlaupa burtu, en hún komst ekki langt, því hún var föst í girðingunni. Ég stóð þarna hissa og ráða- Iaus, þangað til piltarnir komu og tóku kindina. Vasahnífurinn kom enn í góðar þarfir til að skera vírinn úr ullinni. Þetta var gemlingur, og var hann með mínu marki. Sveinn dró hann yfir ána, burt úr prísund- inni í vírnum, og gemlingurinn hljóp jarmandi upp hlíðina hinum megin — upp í frelsið. Annar girðingarstrengurinn var slitinn, og það var annar lausi endinn, sem haiði flækzt í ullinni, eða kannski vírinn hafi slitnað á meðan gemling- urinn barðist við að losa sig. Samíerðamenn mínir gerðu við girðinguna áður en við yfirgáfum staðinn. En í huganum blessaði ég þá stund, þegar við ákváðum að fara þennan dag til grasa og völdum þessa leið út í heiðina. Helzt hefði ég viljað snúa við og athuga girðinguna hjá næsta eyðibýli, sem var hér ofar í dalnum, en nú var komið kvöld, og ég huggaði mig við það, að göngurnar yrðu næstu daga og þá yrði aftur riðið hér um. „Hér lýkur svo sögunni," sagði Anna frænka um leið og við stóðum báðar upp úr lautinni okkar. „Af þessu getur þú séð, hvað allar vírflækjur og lélegar girðingar geta verið kindum hættulegar. Þess vegna gróf ég virflækjuna áðan." „En hvað væri þá hægt að gera?" spurði ég Önnu. „Það þarf að taka upp og ílytja burtu girðingar, sem eru kringum þessar afræktu jarðir. Það eru mörg býli, sem leggjast nú í eyði hér á landi, og það þarf stórt átak til að fjarlægja allar þær girðingar, sem farnar eru að fyrnast og bila og eru orðnar skepnum stórhættulegar." Sem betur fer, er nú þegar farið að hreyfa þessu máli í blöðunum. Og meira að segja voru sendir vinnuflokkar um nágrenni Reykjavíkur í fyrrasumar til að safna saman vírflækjum eftir setuliðið og flytja burtu, svo þær ynnu ekki skepnum mein. Ég vildi óska þess, að sveitafélögin og Samband dýravernd- unarfélaga íslands tækju þetta mál að sér og réðu því farsældlega til lykta sem allra fyrst. «4.******* «»*¦>.****** *****,**,*******..,.** 1<X? *• Gerið þÍO svo vel, börnin gúð. 58 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.