Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 15
KJARTAN ÓLAFSSON: Sig£» litla ag Sámur Tjarnarkríae Leika á gígju loftsins börn, Ijósin hlýjn vaka, aftur kríur út við Tjörn ofar shýjum kvaka. Komdu blessuð, krian min, kcetir mig að heyra: léttu, glöðu Ijóðin þin láta vel í eyra. Þú i fyrra fæddist hér, furðu lítið kríli; vaxtarmátt gaf móðir þér, mataði' á Tjarnarsili. Þá var gleði og gaman oft, geislum lýst var Tjörnin, þegar fyrst sér lyftu á loft litlu kríubörnin. Löngum sofið lítið var, leið hver stund við gaman. Kríubörnin kynntust þar kát og léku saman. Æskutryggðir tókust þá við Tjarnar grcena lundinn. „Oll mín gleði, ást og þrá er við hólmann bundin." Þvi má fuglinn frjáls um geim úr fjötrum vetrarstunda fylgja vori á vœngjum heim, vitja ceskulunda. Sigga kemur i mesta grandaleysi tritlandi með spýtu, sem hún hefur fundið, er gaman að hafa svona spýtu og kannski bjóða mömmu liana i eldinn. Þá sér liún Sám koma og sýnir honum, hvað hún hefur fundið. En hvað haldið pið að smánin hann Sámur geri? Hann ekki nema tekur spýtuna af henni Siggu og rýkur af stað með hana, cetlar máski að fara til mömmu og gelta og segja: Þetta fann ég! Fœ ég ekki bita í staðinn? DÝRAVERNDARINN 63

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.