Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Qupperneq 2

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Qupperneq 2
Efst á baugi „Samband dýraverndunarfélaga lslands skorar á sauðfjáreigendur um land allt að sleppa ekki sauðfénu á gróðurvana jörðina.” Þessi auglýsing hefur verið lesin í hádegisútvarpinu nokkrum sinnum í vor og ekki að tilefnislausu. Því miður er það enn svo á Islandi, að ef illa vorar, eru margir bændur óundirbúnir og heylausir löngu áður en grængres- ið tekur við. Þetta á þó síður en svo um bændur eingöngu; stjórn SDÍ á í miklum vandræðum með „hobbí-bændur'' svokallaða sem stunda aðra vinnu, en hafa sauðfé, allt of margt, sem tómstundagaman. Einn slíkur hefur haft gemlinga í húsi í vetur en sleppti þeim öllum í aprí'mánuði á guð og gaddinn í orðsins fyllstu merkingu. Það er dálítið misjafnt hvaðan kvartanir koma um, að farið sé að sleppa fénu og virðast sumir hreppar hafa verra orð á sér fyrir slíkt, en aðrir. Það er óskemmtilegur stimpill fyrir sveit að vera kölluð „horsveit" en slíkar nafngiftir eru enn við líði. Hafís og farmannaverkfall hefur líka sett strik í reikninginn vegna fóður- bætisflutninga og er illt til þess að vita hve slíkt er látið bitna á saklausum skepnunum, sem þá bíður ekkert annað en sulturinn, þegar viðkomandi bóndi er orðinn heylaus. Frétt höfum við þó af bændum, sem enn eiga mikii hey og er það vel. Okkur íslendingum gengur enn ekki nógu vel að skilja, í hvernig landi við búum. Það má alltaf búast við hörðum vetri með jarðbönn- um, samt er reiknað með að þúsundir grasbíta geti lifað á „vetrarbeit". Ekki er síður hægt að búast við köldu vori og þó eru menn óundirbúnir og eiga ekki fóður fyrir skepnur sínar ef það dregst eitthvað, að beit komi fyrir skepn- urnar. fslendingar! Tökum höndum saman og sýnum fyrirhyggju í meðferð okk- ar á skepnum. Verum við öllu búin. Bjóðum vetrum og köldum vorum birginn og sýnum að við getum alið skepnur svo að til fyrirmyndar sé, þótt eitthvað blási á móti frá náttúrunnar hendi. ]. S. 2 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.