Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Qupperneq 27

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Qupperneq 27
vildi gjarnan sjá, hvernig ég liti út, og kvað ég þetta meira en vel- komið. Húsfreyjan skaust inn, og út kom miðaldra kona, sem var eitt hýrubros og þakkaði sínum sæla fyrir, að sér skyldi veitast sú gleði að sjá blessaðan manninn, sem skrifaði eins fallega um dýrin og hann gerði - já, og væri ekki hræddur við að taka ærlega í lurg- inn á sjálfum ráðherrunum! Þeg- ar hér kom, hvessti þessi annars glaðlega kona röddina og varð all- hvasseyg, var jafnvel ekki laust við, að kvik væri á höndunum á henni, eins og hún í rauninni vildi sagt hafa við háttsetta misgerða- menn á þessum vettvangi: Þú nýtur þess, að ég næ ekki til þín! ... En hún breytti brátt aftur um svip og raddhreim og sagði: „Þú ættir að sjá börnin hérna, þegar þau eru að lesa um hundinn þinn — eða um hænsnin, maður!" Já, mér var sannarlega hlýtt fyrir brjósti, þegar ég ók úr garði, og ég held, að syni mínum, sem var eins og oftar ökumaður minn, hafi orðið þetta atvik eftirminni- legt ... Ekki þurfti ég heldur að kvarta undan stjórn samtakanna, hún !ét í ljós, að henni þætti rétt sefnt. • ■. Samtímis naut ég þeirrar sönnu únægju mjög fljótlega, að verða þess var, að skrif mín vöktu sára gremju þeirra, er að var beint skeytum í blaðinu." Þannig skrifar Guðmundur G. Hagalín, sú aldna kempa. Hann a létt með, að skrifa svo um hvers- dagslega hluti, að allir hafi gam- an af. Slíkt er aðall góðra skálda. Eg minnist þess, að á aðalfund- Urn Samb. dýraverndunarfél. ísl. 'éttist oft brúnin á fundargestum, Þegar Guðmundur Hagalín gekk í sabnn. Það fylgdi honum eitt- dÝRAVERNDARINN Jórunn Ólafsdóttir úr Dýraverndunarfélagi Akureyrar er einlœgur stuðningsmað- ur Dýraverndarans. A myndinni er hún hjá þeim stendur hundurinn Snati. hvert hressandi andrúmsloft og ekki var á honum neitt hik, þegar um afstöðu til ýmsra mála var að ræða. — Jafnan tóku menn mikið tilliti til þeirra skoðana sem hann hafði á málunum. og ritstjóri blaðsins Gauti Hannesson, o-g Dýraverndarinn þakkar fyrr- verandi ritstjóra sínum fyrir allt gamalt og gott og blaðið árnar hinu aldna skáldi alls hins besta í framtíðinni. Gauti Hannesson. 27

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.