Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 23

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 23
tvö ár, einnig að athugaS yrði með ýmsa aðra fugla sem virðist fara mjög fækkandi hér á landi. Lítið virðist þó ske hjá stjórnvöldum varðandi þessi mál, og sjálfsagt verður enn löng bið á því, að þeir sem, þar ráða, hafa tíma til að sinna málefnum, sem snerta „mál- leysingjana", sem því miður eiga ekki nógu marga málsvara, þó sem betur fer virðist fjölga talsvert núna á allra síðustu árum, sem að mestu er að þakka Dýravernd- unarsamtökunum — því ég tel að SDÍ vinni nú ötullega að því, að stækka þennan hóp, og vonandi er að margir dugandi liðsmenn bætist enn við, en ég tel að stjórn SDÍ vinni mjög ötullega að því að vekja fólk til umhugsunar um öll þau málefni sem snerta blessuð dýrin og fuglana. Væri það ekki hryllilegt ef núna síðasta aldar- fjórðunginn af tuttugustu öldinni, yrði þannig ástatt að margir af þeim fuglum og dýrum yrði úrýmt eða svo til, kannske hugsanlegt að fá að sjá þau í „fangelsum" það er búrum, eða einskonar svínastí- um eins og t.d. í Sædýrasafninu, þar sem dýrin láta lífið fyrr eða s<ðar, sbr. hvalirnir sem þar dráp- ust á s.I. vetri, o. fl. o. fl. Þá sendum við skeyti til við- skiptaráðuneytisins, þar sem skor- að var á það, að gefa ekki leyfi fyr- lr útflutningi á lifandi sauðfé ril slátrunar í austurlönd- u*n. En mjög sterkur orðrómur Var um það í ýmsum fjölmiðlum, að það stæði til. Svar kom sam- ^ægurs frá viðskiptaráðuneytinu um að ekki hefði verið beðið um neitr úftlutningsleyfi fyrir þessu. Síðar las ég það svo í einhverju klaði, að ekkert yrði úr því, að selja lifandi sauðfé til útlanda, og Var þar að finna þann tón, að spillt dýraverndarinn hefði verið fyrir því að úr þessu yrði, m.a. af dýraverndunarsamtök- unum, og hefðu bændur misst þar af góðum, markaði fyrir afurð- ir sínar, en sjálfsagt hefur þar ein- hver „mammon" hugsandi maður verið að verki. Nú eins og áður hefur lítið ver- ið um fundahöld hjá okkur, að- eins haldinn aðalfundur, sem að sjálfsögðu var fámennur, enda virðist það nú tíska hjá fólki, að mæta ekki á fundum. Stjórnar- fundir voru fjórir, langir og góðir, og auk þess höfðum við óformleg samtöl í síma eða persónulega mik- ið oftar og ævinlega ef um eitt- hvað mál var að ræða sem þurfti að sinna. Þá sáum við um sölu merkja á „Degi dýranna" eins og undanfarin ár. og gekk salan mjög sæmilega og meira seldist núna en áður hafði selst, eða alls 983 merki, og brúttósalan kr. 98.300, - og var nettósalan kr. 78.640, — auk smá- vegis gjafa. En árið 1977 seldust 781 mjerki. Lítið hefur fjölgað félögunum hjá okkur, þó er aðeins hreyfing í þá átt, þó þyrfti að vera mun meiri, en nú eru skrásettir 64 félagsmenn. Þá vil ég geta þess, að stjórnin og fleiri í félagi okkar sem mér er kunnugt um, eru mjög ánægðir með störf stjórnar SDÍ og verk hennar. Það er mjög ánægjulegt að komið var upp þessum „Flóamark- aði" og þeim tekjum sem þar skap- ast til eflingar þessum ágætu og nauðsynlegu félagssamtökum. Einn- ig að hægt var að ráða starfsmunn, svo létt væri að einhverju leyti þeim miklu störfum sem á stjórn SDÍ hvílir alltaf. Þá vil ég lýsa ánægju minni yfir því sem stjórn- in eða hluti hennar hefur gert í sambandi við Sædýrasafnið, og væri óskandi kleyft reyndist að stöðva þá vafasömu meðferð sem dýrin hafa þar við að búa. Hér mæli ég ábyggilega fyrir munn mjargra. Það er ánægjulegt að Dýraspít- alinn skuli geta starfað, þó það sé ekki eins og ætlað er, vegna lækn- isleysis. En hvenær ætli sá ágæti maður sem nú fer með yfirdýra- læknisembættið, sjá að sér og leyfi að fenginn sé erlendur læknir á meðan enginn íslenskur dýralæknir fæst til að taka þetta starf að sér. Eg hygg, að ég hafi þessa skýrslu ekki lengri, en að lokum vil ég fullyrða það, að þó starfið hjá okk -ur sé ekki umfangsmikið, þá er ég viss um, að það gerir gagn að fólk veit að hér er starfandi dýra- verndunarfélag, sem, ávallt er reiðubúið að veita aðstoð við mál- efni dýranna, sé þess nokkur kost- ur. Að endingu vil ég svo færa SDÍ og þá einkuin, og sér í lagi for- manninum og gjaldkeranum ein- lægar þakkir fyrir mjög ánægju- legt og mikið samstarf á þessu ári sem öðrum fyrri, og vona ég að dýraverndunarsamtökin megi sem allra lengst njóta þeirra góðu starfs- kraftar sem nú fylla hvert sæti SDÍ -stjórnarinnar. Með félagskveðju, Martus Helgason, form. Leiðrétting / síðasta blaði var sagt frá gjöf til blaðsins frá konu á Kristnes- hceli. Rangt var farið með upphceð gjafarinnar. Þessi gjöf var kr. 12.000 og biðst blaðið afsökunar á pessum mistökum. 23

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.