Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Page 28

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Page 28
Vandi fylgir starfi hverju Sex ungmenni í 9. bekk í Garða- skóla í Garðabæ völdu að kynnast dýravernd í starfskynningu s.l. vet- ur. Hér birtist frásögn eins nem- andans. Einn daginn gekk ég inn á Dýraspítala Watson, á svæði nokkru sem nefnist Víðidalur. Lít- ið en þrifalegt hús. Hjálparstöð þessi var opnuð þann 6. janúar 1978. Stjórn spítalans ákvað eftir að útséð var um að dýralæknir réðist að spítalanum í náinni framtíð. Hjálparstöð þessi er að amerískri fyrirmynd og vinnur í samvinnu víð dýraverndunarfélög. Ég var komin til að kynna mér dýralækningar og nám til þess. Tekið var mijög vel á móti mér, enda er ég sja'ldséður gestur þarna á staðnum. Þarna voru hundar og kettir, og að sjálfsögðu urðu þó lít- ilsháttar bardagar. Mjög er misjafnt hvað er að gera á spítalanum. Einn daginn er mik- ið að gera annan daginn lítið og svona heldur það áfram. Verksviðið er að hjúkra dýrun- um og sjá um þau og hirða. Búrin (sem dýrin búa í á næturnar) eru hreinsuð á hverjum degi, og það er nú ekki þægilegt verk, þvagið og maturinn kannski í sitt hvoru horninu. Dýrin verða að borða mikinn og hollan mat, því ómann- legt er að sjá vannærð dýr. Vanda verður uppeldi dýra því ekki geng- ur lífið allt m;eð þrjósku og frekju einni. 28 Deildarskipting var mér ekki kunnug á spítalanum, en aftur á móti er verkaskipting við einstök störf. Dýrahjúkrunarkona hefur að sjálfsögðu ekki öll réttindi sem dýralæknir hefur, en í brýnustu neyð t. d. þegar dýralæknir er ekki við, má hjúkrunarkonan taka til sinna ráða og gera hvað hún getur. Námstíma er þannig háttað að fyrst og fremst krefst dýralækn- inganám „stálvilja" frá og með byrjun menntaskóla. í náttúrufræði- deild skal haldið strax að loknuro grunnskóla og er stefnt að stú- dentsprófi og þaðan í 6 ára nám úti fyrir landsteinana. Stúdentspróf veitir því rétt til náms við innlenda og erlenda há- skóla. Þó getur stundum verið að stúdent verði að sanna hæfni sína á einhvern hátt við inngöngu í erlenda háskóla og takmarkað getur verið valfrelsi stúdenta, allt eftir því, hvaða kjörgreinar stúd- ent hefur valið í menntaskóla. Englendingar eru mjög fram- arlega í dýralækningum og eru skólarnir þar til framhaldsnáms mjög vel sóttir. Sem dæmi má nefna um það að um 3000-4000 nemendur leggja í dýralækninga- námið í Englandi og komast ekki nema 300-400 nemendur að í fimm skólum, sem kenna þessa starfsgrein. Námið byggist á: efnafræði, eðl- isfræði, líffræði, líffærafræði á mismunandi dýrum, lyfjafræði, röntgentækni, skurðlækningar, svæfingalækningar, meinatækni, fæðingarlækningar, næringarfræði, sjúkdómafræði og loks almenn vísindafræði. Einnig skal vitað hvernig dýrasjúkrahús eru upp- sett og aðstæður til byggingar slíkra stofnana. Sérstakir erfiðleikar og ókostir samfara starfinu, er hve það er áhættusamt og þarf eins og fyrr segir öruggan stálvilja. Starfið hæfir jafnt konum sem körlum, og gildir það nú við nær öll störf. Þessir fáu dagar á dýraspítalan- um, sem hefðu mátt vera fleiri, voru mjög fræðandi og athyglis- verðir. Sigfríð Þórisdóttir dýra- hjúkrunarkona, sá um að fræða okkur um starfið. Hún sýndi okkur allt sem hægt var að sjá, einkum var þó skurðstofan merkilegust, þar sáum við öndunartæki og DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.