Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 6
greinir íslenska spóann frá erlend- um, talsvert stærri spóa, sem flæk- ist hingað stundum á haustin eða á vetrum frá nágrannalöndum okk- ar austan hafs. Hann verpur hér aldrei. Kvenfuglinn er ætíð nokkru stærri en karlinn. (Stærð: 1. 423-495 mm; v. um 250 mm; n. 80-90 mm eða liðlega það; fl. 57—67 mm. Þyngd 5-600 £r-) LÓAN (Pluvialis apricarius altifrons (-. L. Brehm)) Það væri næstum því móðgandi gagnvart almenningi hér á landi, að gera ráð fyrir því, að menn þekktu ekki lóuna eða gætu villst á henni og öðrum fuglum. En þótt svo sé, að hvert mannsbarn, svo að segja, þekkti hana á vorin og um varptímann framan af sumri, þá er þó svo, að þar með er þekking- unni lokið. Menn þekkja hana í sjón, en lifnaðarhættir hennar eru langt frá því eins vel kunnir og ætla mætti. Það er svo almennt, að menn þekkja fuglana í sjón og láta sér það nægja, eða menn kynnast þeim vegna þess, að þeir eru veidd- ir og étnir eða eggjunum er rænt að staðaldri, þ. e. þeir eru þá aðeins matur eða verslunarvara. Lóan kemur hingað snemma á vorin, í marslok, og er það alkunna. Hún kemur hingað síðast frá Bret- landseyjum, því að þar hafa marg- ar íslenskar lóur vetrarheimkynni, en sumarheimkynni þeirra eru og norðarlega í „kaldtempruðum" löndum eða norðar. Langmestur hlutinn af norrænum lóum eru farandfarfuglar á Bretlandseyjum og koma þar og fara þaðan reglu- lega haust og vor. Breskar lóur, sem þar verpa, eru þar flestar far- 6 fuglar eins og hér. Þær eru dálítið frábrugðnar lóunum okkar og eru því taldar sérstakt afbrigði. Nor- rænu, þ. e. íslenskar og Norður- landa-lóuurnar, koma á vorin til Bretlandseyja um miðjan febrúar eða fyrr og dvelja þar fram í mars- mánuð. Bresku lóurnar koma þang- að nokkuru seinna, og fara þær að verpa í marslok eða í apríl, en þá fara okkar lóur og aðrar nor- rænni þaðan til sumarheimkynna sinna til þess að vera þar. Það er vitað, að lóur eru á vetrum víða við Miðjarðarhaf, meðfram ströndum þess víðast hvar og ennfremur meðfram Afríku-ströndum víðs vegar. Er þess að vænta, að fugla- merkingarnar geti smám saman frætt okkur meira um ferðalög þessara vina okkar. Talið er, að íslenskar (eða norrænar) lóur flækist við og við til Grænlands og Jan Mayen, en það er ósannað, að þær verpi þar. í góðviðrisárum er oft talsvert af lóum í fjörunum hér sunnanlands á vetrum, en við vitum ekki ennþá, hvort þær eru innlendar eða erlendar. Lóan fer venjulegast að verpa hérlendis síðari hluta maí;þó kem- ur það fyrir, að hún verpi fyrr, jafnvel um sumarmál, á Suður- landi. Hún verpur jafnt á hálendi og láglendi; á hálendinu verpur hún mun seinna, í júní- til júlíbyrj- un. Hreiðrin eru venjulega í þurr- um móabörðum, og lítt til þeirra vandað, og fellur litur eggjanna furðanlega vel saman við litinn á moldarbörðunum og gróðurinn þar í kring. Er það nokkur vörn gegn ýmsum eggjaræningjum, eins og t. d. hröfnum, kjóum, svartbökum o. fl. slíku illfygli. Utungunartími eggjanna er lík- lega allt að 4 vikum, en þó vitum við það ekki með vissu, fremur en margt annað. Ungarnir fara undir eins á kreik úr hreiðrunum og þeir eru orðnir þurrir, og fela sig í þeim gróðri, sem þar er í kring eða liggja kyrrir og láta lít- ið á sér bera. Er litur þeirra svo samvalinn við gróðurinn o. fl., að erfitt er að finna þá, ef þeir eru kyrrir. Þeir eru bráðþroska og geta flögrað dálítið hálfs mánaðar gaml- ir og eru orðnir fullfleygir um það bil 4 vikna. Að loknum varptíma verða ló- urnar reikulli í ráði sínu en áður. Fara þær nú í flokkum yfir land- ið, því að þær eru í rauninni mjög félagslyndar, og má því oft sjá mikinn fjölda þeirra saman kom- inn á einn stað síðari hluta sum- ars. En þær eru þá yfirleitt þögulli en áður og styggari en þær voru fyrr, um varptímann. Um vetur- urnætur fer langflest af þeim úr landi. Það er mjög vafasamt, að allar þær lóur, sem hér sjást á haustin sunnanlands, séu innlend- ar; er efalaust eitthvað að komið þar innan um. Lóurnar eru okkur þarfar skepn- ur, auk þeirrar ánægju, sem þær veita okkur með hérveru sinni. Þær éta mjög mikið af skordýr- um, sem okkur væri hin mesta óþægð í, að kæmist á legg, t. d. ýmsar fiðrildalirfur, svo sem gras- maðk o. fl. Samkvæmt því, sem fundist hefur við rannsókn á magainnihaldi úr lóum, sem skotn- DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.