Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 13
bað hún mig fyrirgefningar svo eigi varð misskilið og ég hana, þó hafði ég ekki sagt orð hvað þá heldur ýtt við henni. Mörgum börnum er illa við að láta klippa sig, ef til vill var Táta hrædd við að láta klippa klær sínar, enda var henni illa við það alla ævi, en við gerðum varúðarráðstafanir sem að gagni komu og útveguðum okkur klippur frá Danmörku. En alltaf var hún mjög kát þegar kló- klippingu var lokið. Eftir að ég hafði bundið um sár okkar og sett heftiplástur yfir fór ég á slysavarðstofu, sýndi lækni sárið og sagði sem satt var að þetta væri hundsbit. Læknirinn byrsti sig og sagðist heimta að fá að vita hvar þessi grimmi hund- ur væri svo hægt væri að lóga hon- um. Eg sagði sem satt var að þetta hefði verið mér að kenna en óvilja- verk hjá dýrinu, sem væri vinur minn og við værum fullkomlega sátt. Hann vildi nú ekki gefa sig, svo ég sagði að þá færi ég heim aftur og léti ráðast með sárið. Þá var nú farið að athuga sárið, sem ekki var stórt en nokkuð djúpt, fékk ég einhverja sprautu °g meðan verið var að búa um það, fann hjúkrunarkona ein er þar var nærstödd sig knúða til að upplýsa mig um að hundar ættu ekki að vera í þéttbýli, heldur uppi í sveit sem þeir hefðu alltaf verið. Ég taldi hana nú ekki fróða um sögu hundakyns og benti henni a að þegar hundar voru fyrir æva- löngu veiðidýr er veiddu í hóp- um, myndi hún, ef uppi hefði verið á þeim tíma, ung og þrótt- 1T>ikil, hafa sveiflað sér grein af gtein í leit að ávöxtum sem hún svo hefði stýft úr hnefa. Varð af þessu nokkur kátína hjá fólki er tJl heyrði, en ekki var rætt við dýraverndarinn mig um hunda almennt eftir þetta. Vel fannst mér gengið frá sárum og ekkert yfir neinu að kvarta. Ég átti að mæta nokkrum sinnum, fá sprautu og láta hreinsa sárið, gerði ég það samviskusamlega, en ekki greri sárið. Gekk þetta nú nokk- urn tíma og var sárið orðið frek- ar ljótt og verkur upp í öxl. Þá var það eitt kvöld er ég kom heim frá vinnu, búinn að þvo mér, hafa fataskipti og borða, að ég settist inn í stofu. Táta lá á teppis- bleðli ekki langt frá mér eins og hún var vön, ég verð þess var að hún horfir á mig söðugt, venjulega var þetta fyrirboði þess að hún þurfti að skreppa út í garð eða þvíumlíkt, en nú stendur hún upp og sest fyrir framan mig og legg- ur vinstri fót á hendina sem bund- ið var um og horfði í augu mér. Skynjaði ég þá að hún vildi skoða sárið, ég tók af umbúðirnar og hagræddi hendinni svo að hún ætti hægt með að skoða sárið. Hún athugaði það nokkur augnablik, síðan án þess að hika fór hún að sleikja sárið, hún hreinsaði það vandlega og síðan í kring um það, labbaði svo frá og lagðist á tepp- ið - hún var búin, en ég setti hreinar umbúðir um hendina. Næsta kvöld var ég betri í hand- leggnum, en um leið og ég settist kom Táta til mín og sýndi mér með fætinum, þessum vinstri (hún var örfhent) hvað hún vildi. Nú hafði ekkert grafið og farið að gróa, hún bleytti vel sárið með munnvatni sínu en sleikti ekki. Næsta kvöld var sárið farið að gróa svo mikið að ég þurfti að- eins smá plástur um það og að nokkrum dögum liðnum gat ég tekið plásturinn burt, en þá var Táta hætt að skipta sér af því. Eftir þetta var Táta hjá okkur þar til hún dó, tæp 12 ár og ef ég var með meiðsli á höndum sem höfð- ust illa við þá læknaði hún þetta á sama hátt. Ekki þarf að taka fram að þetta var eina skiptið sem hún beit mig. Oft síðan hef ég velt fyr- ir mér gamla orðtakinu „hunds- tungan græðir" og þá hinu, ef að þessi dýr reiðast og bíta, hvort ekki sé hugsanlegt að munnvatn þeirra breytist óæskilega, svo sár hafist illa við, en verði svo græð- andi þegar dýrið ætlar að lækna? Á jólum 1978. Ásgeir GuSmundsson, Kópavogsbrant 16. Um sjúkdómsein- kenni dýra Ef þtí ert hrœddur um að dýrið þitt sé eitthvað lasið, þá hafðu gcetur á, hvort eftirfarandi ein- kenni séu til staðar: 1. Óeðlileg hegðun, dýrið er orð- ið skapvont eða þá, að það er orðið sljótt og latt. 2. Óeðlilegir vessar úr nösum, augum eða annars staðar úr líkama þess. 3. Dýrið haltrar. Það á erfitt með að rísa á fætur. Hefur það bólgu einhvers staðar á útlim- um eða kropp? 4. Dýrið hefur misst matarlyst, hefur óeðlilegar hægðir. Það leggur af - léttist. 5. Hristir hausinn meira en vant er, klórar sér eða bítur í sig (sleikir) á einhverjum vissum stað. 6. Dýrið verður ljótt og úfið f háralagi (fuglar í fiðri). 7. Fær mikinn tannstein, hefur sár einhvers staðar á kroppn- um. Lausl. þýtt. - G.H. 13-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.