Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Side 7

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Side 7
ar hafa verið í þeim tilgangi, virð- ist aðalfæða þeirra hér um varp- tímann vera skordýr og ormar, bjöllur, fiðrildi, flugur og lirfur þessara dýra allra, sniglar, ána- maðkar, köngulær o. fl. í fjörun- um er nóg af smákrabbadýrum og ýmislegu öðru, t. d. lindýra- ungum, smáskeljum o. fl., sem er þeim að skapi og vel viðráðanlegt, en okkur mönnum lítil eftirsjá í. Fara saman í mörgum hlutum hagsmunamál lóunnar og okkar manna, enda höfum við að mestu látið hana njóta þess í friðunarlög- gjöf okkar, og er það vel farið. Lóan étur einnig dálítið af jurta- fasðu, t. d. fræ af ýmsum jurtum, vallarsúrum o. fl. Henni þykja góð bæði krækiber og bláber. Einkenni. Lóan er fremur lítill, en gildvaxinn fugl, allþéttur á velli að sjá. Hálsstutt og nefstutt, en fæturnir í lengra lagi, miðað við annan vöxt hennar, en litur- inn á vorin og um varptímann er þó besta einkennið. Hið efra er hún klasdd svartgulflekkóttri skikkju með breiðum, hvítum jöðr- um með áfastri kollhettu, sem nær fram að nefrótuum ofan á höfðinu. Nefið, meiri hluti and- litsins, framanverður hálsinn, bringan og kviðurinn að mestu leyti er kolsvart, og stingur svarti l'turinn vel í stúf við hvítu jaðr- ana á gullitri skikkjunni. Efri -stél- þökurnar og flugfjaðrirnar eru titeð mógulum þverrákum; neðri stélþökurnar eru hvítar og kvið- Ufinn allra aftast er hvítleitur og s°muleiðis eru vængirnir neðan- verðir hvítir að meiru eða minna *eyti. (Litarafbrigði hef ég séð n°kkrum sinnum, þar sem væng- lfnir voru allir að meiru eða minna leyti hvítir, en liturinn að öðru Ieyti venjulegur.) Nefið er mó- dvraverndarinn svart og fæturnir blágráir. í vetr- arbúningnum hverfur svarti lit- urinn að mestu ásamt hvítu kápu- jöðrunum, háls og bringa verða áþekk á lit og kápan, en kviður- inn hvítur. Ungarnir eru á haustin svipaðir og foreldrarnir eru í vetr- arbúningi, en þó ber meira á gulu dröfnunum, einkum á baki, síðum og lærum. (Stærð: 1. 270-290 mm; v. 180 -190 mm; n. 21—23 mm; fl. 40 -42 mm. Þyngd 200-280 gr.) VEPJAN (Vanellus vanellus (L)) Vepjan kemur hingað eigi ósjaldan á haustin eða framan af vetri. Hrekur hana hingað fyrir veðrum austan um haf, og veslast hún oftast upp og fellur úr hor og harðrétti, úr því að hingað er kom- ið. Vetur eru hér fullkaldir fyrir hana, og það, sem hún þolir enn verr, er, að veður eru hér harðari til lengdar og stormasamari en hún á að venjast austan hafs við strendur Mið-Evrópu o. v. Vepj- urnar eiga heima víðast hvar í Norðurálfunni og Asíu. Eru þær ýmist far- eða flökkufuglar eftir því, sem veðrátta er í heimkynnum þeirra. Vepjan er á stærð við lóu og lík henni í vexti og að lifnaðar- háttum, nema ef til vill er hún meiri fjörfugl en lóan. Hún er svartleit á baki, aftan á hálsi, efst á bringu og ofan á kollinum, með stóran, svartan fjaðurskúf aftur úr hnakkanum. Á bakinu slær grænni og bronse og purpuralitri slikju á fiðrið á ýmsum stöðum. Bringan neðanverð og kviðurinn er hvítur, og sömuleiðis er hún hvítleit í vöngunum og utan á hálsinum. Stélið er hvítt efst, svart í end- ann, en þó með hvítum, mjóum jöðrum yst. Efri og neðri stélþök- ur eru Ijósrauðmóleitar. Nefið er svart, en fætur rauðir. SANDLÓAN (Charadrius hiaticula (L)) Sandlóan er algeng um land allt á gróðurlitlum melum og söndum, eyrum og grjótum í nágrenni við vötn, ár eða læki. Hún er farfugl eins og stóra-frænka hennar, lóan, og kemur venjulega um sumarmál. Varptíminn er í júní, og verpur hún umsvifalaust og án nokkurs verulegs undirbúnings á melun- um, þar sem er einna jafngrýttast, en aldrei í stórgrýti. Hreiðrið er ekkert eða réttara, það er ekkert í það borið, en hún raðar oft smá- steinum og skeljabrotum umhverf- is hreiðrið eða velur sér stað, þar sem grjótið er einna mislitast. Eru eggin svo samlit umhverfinu, að það er hrein hending, ef hreiðrið finnst, enda þótt hægt sé að vita með vissu, að það sé innan lítils svæðis, sem auðvelt er að sjá yfir. Útungunartíminn er um 23-25 dagar, og klekjast loks allir ung- arnir út á sama dægri eða því sem næst. Þeir fara þegar á kreik og fela sig eða kúra í lautum milli smásteina, og er enn verra að finna þá en eggin, ef þeir hafa vit á því að vera kyrrir. Foreldrarnir mata þá fyrst framan af, og dafna þeir furðu vel og eru orðnir fleyg- ir um það bil 4 vikna. Seinni part sumars fara þær í fjörurnar sunn- anlands og eru þar þangað til þær fara af landi burr í lok september- mánaðar eða síðar, ef vel viðrar. Sandlóan á sumarheimkynni erlendis, víðast hvar um norræn og sums staðar um hánorræn lönd (t. d. á Grænlandi, Jan Mayen, 7

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.