Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Qupperneq 9

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Qupperneq 9
fámæltari - og auðvitað siðugri. Deilur og rifrildi eru ekki tíð með- al þessa fólks. (Stærð: 1. 425-40 mm; v. 260 mm; n. 69 mm; fl. 49 mm. Þyngd 750 gr.) tildran ([Arenarla interpres (L)) Tildran er allalgengur fjöru- fugl víða um land. Hún er hánor- ræn að ætt og uppruna, því að að- alheimkynni hennar eru víðs veg- ar um Norðurheimskautslöndin. Hér er hún mestmegnis farand- farfugl, sem kemur hér bæði í vor- og haustferðunum norður og norð- an. Hefur hún jafnan nokkura við- dvöl hér í bæði skiptin, og er þá oft margt af henni í fjörunum, einkum þó á haustin. Sumt af henni dvelst hér allan veturinn, og ef til vill verpur eitthvað af henni hérlendis norðanlands, en það er þó í rauninni ósannað. Það er því vafasamt, að hægt sé að telja hana meðal alíslenskra fugla. Því að þó að nokkurar tildrur sjáist hér í fjörunum að sumarlagi í varpbún- ingi, er það ekki nein bein sönnun þess, að þær verpi hér, þótt það geri það líklegra, að svo sé. Tildran er svipuð lóu að vaxtar- lagi, en nefið ef hlutfallslega lengra og mjókkar fram. Stærðin er ámóta og sendlingur eða ríflega það. Hún kann best við sig í grýttum, þangi vöxnum fjörum, því að þar hefur hún nóg af smá lindýrum og krabbadýrum, sem eru aðalfæða hennar. Um háflæði, þegar þang- klappirnar eru í sjó, verður hún að hrökklast víðar um fjörurnar og er þá helst alveg við flæðarmál- ið eða þar, sem lækjarsprænur eða önnur væta seytlar niður i fjörurnar. A sumrum étur hún ým- isleg skordýr og fleira þess háttar og tínir einnig eitthvað smávegis í sig af jurtafæðu. Um varphætti tildrunnar vita menn fátt. Hún kvað verpa á svip- uðum slóðum og tjaldar eða sand- lóur. Eggjatalan er hin venjulega vaðfuglaeggjatala, 3-4. Eru þau lítt frábrugðin eggjum ýmissa annarra smávaxnari vaðfugla, og um utungunartimann og ungaupp- eldið er lítið vitað. Það hefur ver- ið og er ennþá víðast hvar fáferð- ult um heimskautalöndin, og því hefur verið fátt um tækifæri til þess að athuga varphætti tildrunn- ar til hlítar. Einkenni. Lítill, þybbinn fjör- fugl, líkur lóu í vexti, dökkur á baki og bringu, skræpóttur á höfði, en hvítur hið neðra. Nefið græn- svart, en fæturnir alla vega rauðir. Tildran er oftast í smáhópum og oft innan um aðrar tegundir fjöru- fugla og er auðkennileg í fjarlægð á því,hversu hvíti liturinn á kviðn- um stingur í stúf við svarta bring- una. Tildran er kvik á fæti og er helst á malarkenndum eða grýttum f jörum og snýr þá oft við smástein- um eða þarablöðum með nefinu, til þess að leita að æti undir þeim. Undir eins og fer að örla á þara- klöppunum við útfall, er tildran meðal þeirra fyrstu, sem þangað fara í ætisleit. (Stærð: 1. 225—230 mm; v. 150 -158 mm; n. 21-23 mm; fl. 24 -2 mm. Þyngd 125-160 gr.) Spurningar og svör Litli páfagaukurinn minn, sem °ú er 4 mánaða gamall, hefur fellt mikið fiður og á höfðinu er hann næstum sköllóttur. Hvað skyldi ganga að honum? Ásgeir. Svör: Litlir páfagaukar (ondu- latar) fella ekki fiður á vissum ádstíðum. Stundum liggja nokkrar fjaðrir á botni búrsins, en stundum líða svo nokkrir dagar, að engin fjöður fellur. — Um þinn fugl er það að segja, að allt er þetta rétt og eðlilegt. - Þannig er, að ondulatar dýraverndarinn fella ungafiðrið einmitt þegar þeir eru 4 mánaða gamlir. Nýi fjaðra- hamurinn verður svo oft með nokk- uð sterkari lit, en gamla fiðrið hafði. - Meðan á þessum fjaðra- skiptum stendur, er fuglinn oft þungur til flugs og lítur út sem vescell. - Gott er að bceta drykkj- arvatnið hans með einum dropa af fljótandi B-combin, og að sjálf- sögðu hefur þú cetíð kalk-klump í búrinu hans. A. K. Er það rétt, að mjjólk úr geitum sé feitari en kúamjólk, og er það rétt að geitur fái aldrei berkla? Jón K. Svör: Já, mjólk úr geitum er oftast með fitumagnið 5, en góð kúatnjólk hefur 3,5-4, og geitur eru óncemar fyrir berklum. G. H. Hve stór er hreiðurkassi (úr krossviði) fyrir litla páfagauka, t.d. lengd, breidd og hæð í sentimetr- um? Einna. Svör: Kassar þessir, sem hanga utan á fuglabúrum, eru hcefilegir 21x13x16 sm. Innangengt þarf að vera úr búrinu í kassann. Gatið fyr- ir fuglinn er haft 4,5 sm í þvermál. A. K. 9

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.