Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 12
Þegar Táta reiddist Hljóðri á stund ég hugsa til hennar Tátu og liðinna daga. Liðinna stunda, lifandi mér lýsi ég því að nokkru hér. Hún Táta okkar var af scháfer- kyni, með upprétt eyru, snögg- hærð og gljáði á feldinn. Við gerð- um fyrir hana það við gátum og höfðum vit á, en hún gerði miklu meira fyrir okkur en orð fá lýst. Hennar ættflokkur er þekktur fyrir dugnað, skarpa greind og að- lögunarhæfni. Þá er húsbóndaholl- usta þeim í blóð borin, má þjálfa þá sem lögregluhunda, er yfirbuga vopnaða glæpamenn og sem leið- söguhunda fyrir blint fólk, eru það ærið ólík verkefni. Eg kannast iít- ilsháttar við það síðara og komst að raun um ótrúlega greind og samviskusemi dýrsins. Það var þegar Táta var á fyrsta ári, að klær hennar voru orðnar of langar. Ég hafði nú aldrei feng- ist við að klippa klær á hundum, en henni var orðið ilt í fótunum svo eitthvað varð að gera. Ég átti litla, beitta klippitöng og eitt kvöld þegar við vorum tvö heima lét ég hana leggjast upp á stoppaðan bekk er stóð við vegg og settist fyrir framan hana og hóf að klippa klærnar. Þetta gekk nú vel fyrst, en svo braust hún um af þvílíku afli að hún hreyfði fótinn sem ég var að klippa svo töngin særði hana lítils háttar og í einhverju hræðslu-æði beit hún utan um vinstri handlegg mér, en sem bet- ur fór var ég með úr og ryðfrítt stálarmband og lenti önnur víg- tönnin á armbandinu, grópaði djúpt far í stálið og varð því ekki eins mikið sár og annars hefði orðið. En strax var mér ljóst að ég yr-ði að fara á slysastofu. Sömu- leiðis var mér Ijósr að þetta var mér að kenna, en hitt ekki óeðli- leg viðbrögð dýrs, sem finnur til og verður hrætt og reitt. Og eitr var víst, við sættumst á stundinni, 12 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.