Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 17

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 17
Kisulíf Eftir Steinunni Eyjólfsdóttur Frh. úr síðasta blaði. Það var kvöld nokkurt þegar ég lá undir sænginni og Kitti var sofn- aður, að ég heyrði að þau Jón og Anna voru farin að tala um al- mennilegar íbúðir. Jón sagði að fyrst þau ættu kost á almennilegri íbúð yrði kötturinn að hverfa. — Fólk segir, sagði Jón - og fólki finnst -og fólk - — Fólkið getur étið folald, sagði Anna. — Tekurðu köttinn fram yfir barnið þitt? sagði Jón. — Hugsaðu um muninn fyrir hann að komast í almennilega íbúð. Eg heyrði ekki meira því þau lækkuðu róminn. Aumingja Kitti litli að eiga að fara í almennilega íbúð þar sem kettir hurfu. Gæti hann ekki horfið sjálfur fyrir ein- hver mistök? Útlitið var í sann- leika ískyggilegt. Mér datt helst í hug að þau Jón og Anna hefðu komist í rottueitur og það hefði farið svona í höfuðið á þeim. Ég ákvað að liggja hjá Kitta htla um nóttina svo honum væri ohætt. Ég hafði andvara á mér og hlustaði milli svefns og vöku á braukið í búálfinum. Hann raul- aði og tautaði. Það lá sjaldan vel á honum í seinni tíð. Undir morg- uninn þegar tunglið var orðið hleikt og búálfurinn þagnaður, festi ég loks svefn. En ég vaknaði brátt aftur við undarleg ónot í skrokknum. Meðan ég dvaldi hjá 'uönnum og þurfti lítt fyrir tilver- Unni að hafa, vissi ég ekki að þess dýraverndarinn konar ónot eru aðvörun um yfir- vofandi hættu. En svo var barið harkalega að dyrum og Anna tók mig úr rúm- inu frá Kitta litla og bar mig fram. Ég fann að það féllu dropar á feldinn minn. — Diss-iss, kallaði Kitti. — Diss- iss. Diss-iss. Stærðar raumur sem ég hafði aldrei séð áður stóð á þröskuldin- um. Ég fann dauðaþefinn leggja af honum áður en hurðin opnaðist. Þá varð ég hræddust á ævi minni. Ég hafði ekki rænu á að hreyfa mig þegar Anna rétti mig frá sér í þessar ferlegu greipar. Ég held að eitthvað hafi farið í tvennt inn- an í mér. — Svona ræfillinn, sagði mað- urinn og þefurinn af honum ætl- aði hreint að gera út af við mig. Hann opnaði spretthýsi þar sem lítið og forljótt hundkvikindi sat og slefaði. Ég lét sem ég væri ekk- ert nema einfeldnin, en þegar raumurinn hafði aðeins aðra hend- ina lausa brá ég við og læsti tönn- unum í hann. Ég slapp, en það var með naumindum. Raumurinn og hundurinn þeytt- ust á eftir mér yfir götur og girð- ingar. Fólkið hljóðaði og spretthýs- in ýlfruðu og skullu saman með braki og brestum. Þegar við kom- um á hornið þar sem Gulur átti heima, rann hjá ferlíki mikið, hlað- ið mjölpokum. Ég stökk upp á líf og dauða. Um leið og ég sökkti klónum í pokana heyrði ég ýlfur og vein. Hundurinn hafði reynt að stökkva á eftir mér, en féll aftur yfir sig undir næsta spretthýsi. Hann mun ekki elta ketti framar. Því miður slapp raumurinn lif- andi. Ég sá hann stumra yfir hund- skrokknum og fjarlægjast meir og meir. Svo beygði ferlíkið fyrir annað horn og allt sem ég þekkti var horfið mér fyrir fullt og allt. Ég kúrði lengi í pokunum með- an ferlíkið veltist um ókunnar göt- ur og hræðsla var að mestu horfin mér er það loks stöðvaðist. Ég lit- aðist um og sá að lítil byggð var umhverfis. Næst var stórt hús sem ég vissi seinna að var heimili margra hrossa. Nú kom ökumað- urinn út og ég lyppaði mig ofan af pallinum hinum megin. Ég áræddi ekki inn til hross- anna. Slíkir drjólar eru ekki á- rennilegir. Ég rölti um nágrennið og þefaði mig áfram. Þorsti og sultur sóttu á mig, en nú var von- laust að fá matarbita, fyrr en þá í Ijósaskiptunum að mýsnar færu á kreik. Loks-fann ég kofa einn með brotnum glugga. Ég skreiddist inn og bældi mig á gamalli úlpu á gólfinu. Eigandi hennar hékk stein- dauður í spotta niður úr loftinu, hvernig sem hann hefur nú komist þangað. Það yrði ekki erfiðislaust þó ég reyndi að éta það skásta af honum, hugsaði ég meðan svefn- inn seig að mér. Nú fóru erfiðir tímar í hönd. Ennþá var frost á hverri nóttu og 17

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.