Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Síða 5

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Síða 5
Fuglarnir okkar SPÓINN (Numenius phœopus (L)) Spóinn, hygg ég, að sé öllum kunnur hverju manns barni og að góðu einu. Mun hann vart eiga marga óvildarmenn, enda þótt ein- staka mönnum þyki nóg um „vell- ið" í honum. En svo fer um flest það, sem menn eiga við að búa að staðaldri, að það verður „hversdags- legt" og sumum leiðinlegt. Þó við- urkenna allir, að skarð er orðið og allt tómlegra seinni part sumars- ins, þegar spóinn er farinn. Hann er mýra- og votlendisfugl að því leyti, að hann helst verpur á þeim slóðum, en hann er líka þar, sem þurrlendara er, í móum og á harð- velli, því að hann étur mestmegnis ánamaðka, snígla, ýmis skordýr (t.d. grasmaðk) og orma, sem hann finnur á þessum slóðum. Með nef- inu hans langa rótar hann í leðju- pollum í mýrunum og á leirum i fjörunum bæði á vorin fyrst og á haustin, áður en hann fer héðan fyrir alvöru. Hann étur einnig nokkura jurtafæðu, t.d. ber, kræki- ber og bláber. Hann er farfugl, sem kemur hingað í seinna lagi á vorin og fer fremur tímanlega á haustin (venju- iega um miðjan september), enda a hann langa leið fyrir höndum. Vetrarheimkynni hans eru suður Ul_n alla Afríku og víðar. Erlendis a hann heima víða um norðlæg fönd, á Færeyjum, Orkneyjum og Hjaltlandi og sums staðar í Suður- eyjum, en annars staðar ekki á dýraverndarinn Bretlandseyjum, á Norðurlöndum o. v. allt austur í Vestur-Síberíu; austar eru aðrar skyldar tegundir af spóum og eins í Norður-Ame- ríku. Spóanum fer alls staðar fækk- andi, og er aðalorsökin morðfýsn veiðimanna um allan heim og eggjarán. Varptími spóans er frá byrjun júnímánaðar og fram yfir miðjan mánuðinn eða lengur, ef eitthvað hefur komið fyrir eða eyðilagt fyrsta varpið. Eggin eru 3—4. Hreiðrin eru oftasr á bersvæði, þar sem þurrast er í mýrunum, eða í móajöðrum. Þau eru mógul með dekkri dröfnum og allstór. Útung- unartími er talinn vera 3—3 Vj vika, en nákvæmari athuganir vantar. Bæði hjónin skiptast á um að liggja á eggjunum, verja hreiðr- ið og gæta unganna. Spóinn er gæfur framan af sumrinu og hirð- ir lítt um nágrenni við mannabú- staði, enda þótt honum verði oft hált á því. Síðari hluta sumarsins, þegar ungarnir eru orðnir fleygir og ferðahugur er kominn í þá, gerast þeir styggir og varir um sig. Eru þeir þá oftast í stórum hópum, sem færa sig smám sam- an suður á bóginn, uns þeir fara alfarnir af landi burt. Spóarnir héðan leggja flestir leið sína um Bretlandseyjar, en að öðru leyti vit- um við lítið um ferðir þeirra ennþá. Einkenni. Stór, fremur grann- vaxinn, hálslangur, háfættur, vængjalangur og neflangur bjúg- nefur. Er því ekki um að villast meðal íslenskra fugla. Liturinn er mógrádröfnóttur. Aftasti hluti baksins og efri stélþökurnar eru hvítar, með dökkmóleitum blett- um, stélið mógrátt með ljósari þverrákum. Ofan á kollinum er hann dökkmóleitur með áberandi, gulhvítri rák eftir endilöngu, svo að álengdar sjást tvær dökkar rák- ir ofan á höfðinu, en ljósari rák í miðju. Er þetta besta einkennið og

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.