Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 20

Dýraverndarinn - 01.05.1979, Blaðsíða 20
inn þar inni í ónýtum skáp. Ég húkti skammt frá og fylgdist með þeim. Gamli maðurinn hagaði sér eins og besti veiðiköttur. Hann sat kyrr og beið átekta. Ég sá að hann tók einhvern hlut úr barmi sínum og talaði í hann í lágum hljóðum. Ófétið hljóp fram og aftur á eftir kettlingsanga og það glamraði í klippunum þegar hann hrasaði. Ég fann hárin rtsa á hryggnum á mér og skottinu þegar leikurinn barst framhjá fylgsni mínu. Þar náði hann kettlingnum. Gamli maður- inn smokraði sér út úr skápnum og réðst á hann aftan frá. Þeir ultu til og frá og urðu skítugir og blóð- ugir. Allt í einu heyrðist dynur og tveir svartklæddir menn komu hlaupandi. Ég hafði svo sem séð þá áður og vissi að þeim var til ýmislegs trúandi. En að þessu sinni sýndust þeir ekki hafa illt í hyggju. Annar þreif Ófétið en hinn hjálp- aði gamla manninum á fætur. Hann var reikull í spori og rifinn og tættur. Svo leiddu svartklæddu menn- irnir Ófétið burtu. Ég vona að þeir hafi étið það í smábitum. Ég má segja ég hafi verið vel metinn villiköttur þegar hér er komið sögu. Afkomendur mínir sýndu mér að sjálfsögðu virðingu og þeir voru margir. Ég hélt mig nú að mestu við veiðarnar en átti sjaldan kettlinga. Ég fór langa leið- angra, niður í fjöru og út í óbyggð- ir. En að vetrinum dvaldi ég alltaf á gamla staðnum. Eitt sinn fór ég óvenju langa fjöruferð. Mér fannst ótækt að halda heim fastandi. Svo ég veiddi fugl og var að rífa hann í mig í ákafa þegar ég fann að einhver horfði á mig. Ég leit upp. Rétt hjá sat stór, slánalegur köttur og horfði á mig. Hann var að minnsta kosti þrílitur. Það ruglaði mig í höfðinu að horfa á hann. — Varaðu þig, sagði ég — Þetta er maturinn minn. — Sussu, sagði kötturinn. — Ég mundi ekki éta þetta þó mér væri borgaður rjómi fyrir það. Því máttu trúa. Ég góndi á hann. Sá var merki- legur. Og lyktin af honum undar- leg. — Hver ert þú? spurði ég tor- tryggin. — Ég er skipsköttur, ansaði sá skræpótti. - Þarna er skipið mitt. - Já reyndar erum við margir ef ég tel mennina með. Ég hef farið vxða og séð margt, skal ég segja þér. Hunda sem eru eins og menn og menn sem eru eins og hundar. — Hefur einhver barið þig í höfuðið? sagði ég. Mér var kunn- ugt að þessháttar dýr urðu oft undarleg. — Já já. Sérðu ekki hvernig eyrun á mér eru útleikin? Margir okkar hafa verið barðir. Á ég að syngja fyrir þig? Ég var nú búin að éta fuglinn. Ég var södd og leið svo vel. Eg lygndi aftur augunum svo ég rugl- aðist ekki af að horfa á skipskött- inn. Svo fór hann að syngja. Því- lík óhljóð. — Hættu, sagði ég. - Ég mundi missa heyrnina ef ég ætti kettlinga sem góluðu svona. — Þú skiptir um skoðun, sagði hann. - Komdu, nú skal ég sýna þér umhverfið. Og marga daga vorum við félag- ar, skipskötturinn og ég. Að lokum héldum við til heimabyggðar minn- ar í mýrinni. Og nú fannst mér sérlega skemmtilegt að heyra hann syngja. En dag nokkurn er við vorum að eltast við stóra rottu á haugunum, kom silfurgljáandi spretthýsi að- vífandi. Maður sem einnig var gljáandi hingað og þangað snarað- ist út og þreif köttinn skræpótta og söngglaða. — Þarna ertu loksins. Og lætur heila skipshöfn leita að þér. Vinur minn gat að vonum eng- um vörnum við komið. Maðurinn tróð honum undir jakkann sinn. Það síðasta sem ég sá af honum var gult skottið sem veifaði til og frá. Ojá, kattlífið er hverfult. Rottan var horfin og mér leist best að fara heim í bílhræið og leggja mig. Næst þegar ég eignaðist kettl- inga var dimmt af nóttu. En þegar lýsti brá mér í brún. Hópurinn var svo skræpóttur að ég gat varla greint hvað var hver. En hérna lágu þeir, hreinir og saddir og hrutu af vellíðan. Ég gat ekki stillt mig um að mala dálítið. Þetta voru dáindis efnileg börn. Já, efnilegir voru þeir víst, en ég átti eftir að fá mig fullsadda á uppeldi þeirra. Þeir höfðu erft há- værðina frá föður sínum og hvern- ig sem ég hvæsti á þá og snopp- ungaði þá, emjuðu þeir svo að undir tók í nágrenninu. Ég bjóst við því dag hvern að þeim yrði stolið eða hundar finndu þá. Þegar ég fór að veiða, hraðaði ég mér alltaf eins og ég framast gat. Og vafalaust hefur það verið hávaðinn sem kostaði þá næstum alla lífið. Það var seint um haustið og ég hafði skotist á veiðar. Kalt var og jörðin frosin, svo mýs og rottur húktu í holum sínum og lítið var að hafa. Loks náði ég aflóga fugli sem hafði orðið eftir af félögum sínum. En strax og ég hafði bitið hann á barkann og þurfti ekki að einbeita mér lengur, fann ég til ónota um allan skrokkinn. 20 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.