Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1927, Page 16

Dýraverndarinn - 01.01.1927, Page 16
M DÝRAVERNDARINN leitS inn í elclhús stundum, ef opiS var, og snýkti. Þetta sýnir hugsun, minni og töluvert tílnavit hjá skepnunni. Því miöur varö Prati heysjúkur tvö seinustu árin sin. Síöasta æfiárið hans, fyrrapart vetrar, bar svo viö, aö kona mín jjurfti aö fara suöur, vegna nákomins dauösfalls, og varö þá eigi komist nema á hestbaki. Þótti þá hæpiö, aö ætla upp á Prata; en konan mátti ekki til þess hugsa, aö fara á öörum hesti. Var þaö því lagt upp, meö hálfum huga þó, því aö mik- iö bar á veiki hestsins. Þaö leyndi sjer ekki heldur, að blessuö skepnan haföi þá meiri vilja en mátt. Hún sýndi meö svip og fasi, að hún var fús til aö bera vinkonu sína, en átti þó erfitt meö þaö, einkum fyrst framan af, og oft var Prata þá þungt fyrir brjósti. En brátt varö þó svo sem honum ljetti, og. yfir ho'num lifnaöi viö hvert vinsemdar og samúðarorð, sem konan talaöi til hans úr söölinum, og við hvert klapp á makkann, líkt og jjetta hefði læknandi áhrif á hann. Og eftir því sem á ferðina leið, ljetti honum betur og eins og batnaði. Dugði hann hið besta suður, og einnig aftur heim, enda var öll meö- ferð svo góö, sem unt var. Þetta var seinasta langferöin hans hjer í heimi; en nolckr- um sinnum kom konan á bak honum eftir þetta, en aðeins skammar leiðir, og var klárinn alt af jafn viljagóður og eftir- látur við hana, og stundum sjálfsagt um megn fram. — Segja má auðvitað, að öll þessi velvild og eftirlátssemi hestsins viö húsmóður sina, hafi verið matarást. En varla matarást ein, því að Prati gekst upp ekki aðeins viö góöan mat, heldur og við hlýjan hug, góð orð og blíð atlot. Veröur því ást hans rakin til göfgari róta. En síðan Prati fjell, finst konunni, að hún kunni ekki við nokkurn hest, og hvenær sem hún þarf á hestbak að koma, hugsar hún hlýtt og þakklátlega til hans, og saknar hans innilega. Ó. V.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.