Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1927, Page 17

Dýraverndarinn - 01.01.1927, Page 17
DÝRAVERNDARINN 13 Kitti Sokkason heitir köttur sá, er hjer birtist mynd af. Guðmundur prófessor Magnússon átti hann og hjelt rnikið upp á hann, enda var hann dýravinur mikill. Kitti var skynsamur, eftir því sem kettir gerast. Saknaöi hann mjög húsbónda sins, er liann ljest. Móöir Kitta hjet Rósa. Hún var líka greindarköttur mikill. Kettir hafa stundumi verið taldir heimskir, en aðgætandi er, að harla lítil rækt hefir oftast verið við þá lögð, og lítið eftir þeim tekið. Hundurinn t. d. umgengst manninn meira, og lærir }m meira af honum. Hundur og hestur starfa m e ð mann- inumi. Þeir verða því fjelagar og vinir. Kisa starfar ein síns liðs. Hún verður þvi stundum ómannblendin, og starf hennar er þannig vaxið, að best er að hún sje ein um það. Annars fer vitþroski dýranna auðvitað mikið eftir þvi upp- eldi, er þau fá, alveg eins og vitþroski manna. Þar er um satna lögmálið að ræða. Surnir menn eru að ýmsu leyti engu betri en dýr, vegna skorts á góðu uppeldi, •— vegna ræktarleysis annara. Frá Englandi. Næsta ár, n,-—17. júlí, verður fundur haldinn í Caxton Hall, Westminster, London. Halda fund þenna tvö fjelög, — fjelag, er berst á móti kvikskurði hvarvetna í heimi, og dýraverndarfje-

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.