Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1963, Page 10

Dýraverndarinn - 01.10.1963, Page 10
úrræði en afnám sauðfjárhalds, þar sem það veld- ur heildinni tjóni og óþægindum, hvorki verður bú- ið sómasamlega að fénu sumar né vetur —- og fjár- eiginin ekki einu sinni eigendunum til hagsbóta. Þess vegna berst Sambandið fyrir því, að bæjar- :stjórnir — og hreppsnefndir í kauptúnum fái laga- heimild til að banna búfjárhald innan sinna um- ráðasvæða. Búfé í sveitum. Meðferð á fénaði bænda hefur batnað mikið á þessari öld, og mjög víða er fóðrun, húsakostur og hirðing með ágætum. Bændur sjá það flestir, að hagsmunir jjeirra og meðferð búfjárins fara saman, og auk þess mun þorra bænda þykja vænt um fénað sinn. En samt eru víða misbrestir á. Sumir fóðra alls ekki eða hirða skepnur sínar eins og skyldi og mikil vanhöld eru á, að forðagæzlulögunum sé hlýtt. Þá kveður og mjög að því, að ekki séu haldin þau ákvæði, sem sett hafa verið til öryggis við flutning búfjár, og víða er umbúnaði á slátrunar- stöðum ábótavant, svo að ein skepnan sér, þegar önnur er aflífuð, — ennfremur er sums staðar slæm- ur aðbúnaður að skejmum, meðan Jjær bíða slátr- unar, — og Jjó að forstjórar sláturhúsa eigi að sjá um Jjetta, er hitt víst, að bændur gætu haft á Jrað mikil áhrif . .. Ekkert af búfénu er jafnafskipt um- sjón og fyrirhyggju og stóðhrossin. Víða eiga hrossa- bændur ekki hús yfir stóðið, ekki heldur nægilegt fóður, ef að kreppir. Fáir menn munu þekkja eins vel til í sveitum landsins og Páll Zóphóníasson, fyrrverandi aljjingis- ■Útigangshross i Sliagafirði. Hrossin fóru ofan um is á Svarlá. íslenzkur hundur. maður og um langt skeið einn af helzltt trúnaðar- mönnum Búnaðarfélags Islands og íslenzkra bænda, og ef til vill hefur enginn slíkur maður átt aðra eins tiltrú bændastéttarinnar. Hann sagði í grein í Frey í fyrra: „Ég hef séð fjökla af framgengnum hrossum að vorinu, og oft vel framgengin. En ég hcf lika séð það gagnstœða. Við hrossaræktarbændur vil ég segja Jretta: Reynið að smásafna heyi fyrir hrossin. Nú eru Jjau svo mörg, að þið gelið það ekki á einu ári, en reynið Jrað á fleirum. Vera má, að atvikin verði ykkur hliðholl og geli næga hestahaga meðan fyrn- ingar verða til, svo öðrum skepnum ykkar standi ekki hœtta af að hrossin éti þœr út á gaddinn." Allir skilja, hve Jiað ástand, sem hér er lýst, sam- ræmist illa íslenzkri löggjöf og lnigsunarhætti ábyrgra manna ... ! Þessi þjóðkunni afbragðsmaður segir einnig — og Jjetta eru máske lokaorð hans til bænda og þjóðar sinnar á opinberum vettvangi: „Sumir segja, að þeir eigi skepnurnar og engum komi við, hvað menn gcri við cign sína. En eruð þið nú vissir um það? Sýnir ekki saga lífsins á jörð- inni í milljónir ára áframhaldandi Jjróun, Jjróun, sem stefnir til meiri og meiri fullkomnunar, bæði líkamlega og andlega. Og við mennirnir erum komn- ir Jjað langt á Jjroskabraut, að við getum og eigum að vinna með þeim, scm öllu stjórnar, að því að hjálpa lionurn við slarfið: bcela jörðina, gera hana fegurri og byggilegri, bceta skepnurnar, gera þœr arðsamari, göfga mennina, gera þá samúðarfyllri, kœrleiksrikari, svo að þeir finni sjálfa sig scm hluta úr heildinni og breyti við allar lífverur eins og þeir vildu við sjálfa sig láta brcyla. Og Jjegar Jjað verð- ur, j)á dettur engurn bótula i. hug annað en vera góður við skepnurnar, þessar verur, sem okkur er .58 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.