Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 5
Fé á leið til réttar. Hrossabóndinn er að koma með folöldin sín í sláturhúsið. Þau eru mörg — milli fimmtíu og hundrað. — Ungur piltur horfir yfir réttarvegginn. Þetta er fallegur hópur, og þarna er brúnstjörn- óttur foli með hvíta leista á öllum fótum. Sá er nú fallegur! Og reisturl En hann er órór og kvíðinn og hneggjar svo saknaðarlega, og stundum horfir hann svo fjarrænt, eins og liann sjái eða jafnvel dreymi um eitthvað langt í fjarska. Kannski er það fagur- grænn fjalladalur — og í þessum fagra dal er máski sorgmædd móðir að leita að brúnstjörnóttum fola, sem liún er búin að týna? Hver veit um það? En svo grípur hann enn meiri órói en áður, og hann lineggj- ar enn sárar. Nú ætlar hann að henda sér yfir rétt- arvegginn, en veggurinn er alltof hár. Nei, ,,það vinnur enginn sitt dauðastríð." Ungi maðurinn fær- ir sig nær og byrjar að gæla við folann, og Jrá er eins og munaðarleysinginn gleymi um stund hörm- um sínum, og hann gengur nær drengnum og liorfir í augu hans, og drengurinn hefur aldrei séð svona himinblá og silfurtær augu. Þau eru svo blá og svo tær, að drengurinn sér sína eigin rnynd í þeim. Og drengurinn sér meira, eitthvað sem hann hefur aldrei vitað að væri til. Hann gæti ekki lýst því, þó hann vildi. Eitthvað svo hreint, saklaust, leitandi og fullt samúðar og vináttu. Og sem hann liorfir án afláts í þessi augu, finnur hann, að hann getur ekki misst þessi augu nema hann týni um leið einhverju af sjálfum sér. Þau eru hluti af honum sjálfum. Áður en hann veit af, hefur hann leitað uppi hrossabóndann og spyr, hvort hann vilji selja brún- stjörnóttan folann, sem á að slátra. „Veiztu, hvað ég fæ fyrir hann hérna í sláturhús- inu, drengur minn“? „Nei.“ „Tvö og átta til þrjú þúsund krónur, drengur minn.“ „Ég held ég geti kannske borgað þér þrjú þúsund fyrir hann, viltu bíða svona í einn eða tvo klukku- tíma með að skjóta hann?“ „Ég sel hann ekki á það til lífs! Þrjú og fimm til lífs, minnst það.“ „En á ekki að slátra honum?“ „J-o-oú, en gripir eru alltaf seldir dýrar til lífs en til afsláttar, drengur minn, það er nú það.“ „Gætir þú lánað mér afganginn?“ „Ég er engin lánastofnun, drengur minn.“ „Ég gæti kannski útvegað þrjú og tvö.“ „Þrjú og fimm! Ekkert múður, drengur minn.“ Ungi pilturinn gekk sorgbitinn burtu, og hann hugsaði um tvö himinblá og djúp augu, og honum fannst, að það væru augun í honum sjálfum. Ef sá brúnstjörnótti yrði nú skotinn? Mundi liann þá ekki líka missa sín augu? Yrði hann þá ekki blindur? Var hrossabóndinn blindur? Hann hafði ekki athugað það. Jú, hann hlaut að vera blindur. Það gat ekki verið, að nokkurt folald hefði gefið lionum sin augu. DÝRAVERNDARINN 71

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.