Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 7
Fræ^asti ílýravíiiur í íieími Margir liaía lesið söguna um San Michele, eitir sænska lækninn Axel Munthe. Hún kom út á ís- lenzku fyrir allmörgum árum, en ntun nú löngu uppseld. Ritstjóra Dýraverndarans þótti vel hæfa, að birta einmitt í jólablaðinu grein um þennan sórstæða mann og frábæra dýravin, sem vann dýra- verndunarmálunum meira gagn en flestir aðrir, þar eð áhrifa lians gætli um flest menningarlönd heims. Greinin, sem liér fer á eftir, er lausleg og víða stytt þýðing á grein úr Dýraverndaranum sænska, en höfundur hennar er sænski rithöfund- urinn Gunnar Edman. — Myndin, sem greininni fylgir, er teikning eftir sænsku listakonuna Ellu Renstrand. Þar er Munthe á ferð um götur Rómar með bjarndýr í taumi. Á sjálfan aðfangadag jóla 1886 var grein í Afton- bladet, sem skrifuð var af höfundi, sem kallaði sig Puck. Þar var af réttlátri reiði og reisn, sem sæmt hefði hverjum herkonungi, ráðizt á það menningar- leysi, að farandflokkum skyldi vera leyft að hafa villidýr í haldi og temja þau til að leika ýmsar hundakúnstir á sýningum, sem fólki væri seldur að- gangur að. Þetta væri lögleyfð og kerfisbundin pín- ing á dýrum. Sjálfur hefði hann lent í því að verða fyrir útgjöldum af þessum sökum. Hann liefði sóma síns vegna orðið að verðlauna með sykurmola gaml- an geðvondan apa. Ha — af hverju? Jú, af því að apaskömmin hafði bitið framan af þumalfingri á forvitinni hefðarfrú, sem hefði rekið endann á regn- hlífinni sinni í kviðinn á honum! Dulnefni höf- undarins var Puck, eins og áður er getið. Og Puck er ekki óvenjulegt heiti á hundum. Þetta var tákn- rænt með tilliti til höfundar greinarinnar. Axel Munthe hafði sett undir hana nafnið á hundinum sínum í stað síns eigin. Þessi töframaður sem lækn- ir, gæddur furðulegri mannþekkingu, var ekki fjarri því að tileinka sér hin frægu orð Frakkans Charlets: „Það bezta hjá manninum er hundurinn hans.“ Bernhard Shaw var góðvinur Munthes. Hann kallaði hann í einu af þeim bréfum, sem hann skrifaði honum: „frægasta dýravin í heimi“, og liann gat þess við liann í sama bréfi, að Munthe ætti nú í rauninni að kóróna lífsstarf sitt með því að stofna — með hliðsjón af dýraverndunarfélög- unum — mannkynsverndarfélög. Eins og Bernhard Sliaw var Munthe meinilla við að blaðamenn næðu tali af honum og birtu viðtöl við liann. Eitt sinn leyfði hann amerískum ldaða- manni að birta svolátandi ummæli sín: „Ég lief fengið dásamlegt tilboð um ferðalög um öll Bandaríkin. Ég hef tekið því með þessum skil- yrðum: Hvar sem ég kem fram fyrir almenning í samkomuhúsum, á ég að vera í búri á leiksviðinu, og á búrinu á að hanga spjald, sem á sé letrað: „Bannað að espa sýningargripinn og eins að rétta honum mat eða góðgæti.“ Þá skal líka hvarvetna fylgja mér vörður, sem flytur um mig stuttan fyrir- lestur.“ Munthe varð tiltölulega snennna á ævinni rnjög frægur og mikið eftirsóttur læknir í Rómaborg, og þar varð hann fljótt kunnur að vináttu sinni við dýrin. Hann hafði fjölda af dýrum í kringum sig, köttum, öpum, hundum, páfagaukum, uglum o. s. frv. Það var ekki nýtt, að köttur sæti á handriðinu, hundur á tröppunum og api í einum glugganum, en páfagaukur i öðrum. Og þegar inn var komið, heyrðust þar margvísleg hljóð. Munthe var hugkvæmur og að sama skapi djarf- ur. Eitt sinn tók hann upp á því, að hann leigði vel taminn skógarbjörn, sem var eign Tatara eins í Rómaborg, og leiddi hann um mestu umferðar- Munthe með björninn DÝRAVERNDARINN 73

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.