Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 21

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 21
Maðnr úr sljórn hestamannafélags málar húsið sitt. Hesturinn rann út af klettinum og greip sund- tökin um leið og hann kom í sjóinn. Það mátti áreiðanlega ekki seinna vera, þvi sjórinn var farinn að flæða yfir klettinn, Jtar sem liann var lægstur. Sundtök unga hestsins voru snörp og hröð fvrst í stað, en svo smálinuðust þau, þangað til hann virtist vera að gefast upp. Þá voru eftir svo sem tíu faðnr- ar að landi. Sem snöggvast var eins og Jarpur væri að sogast í djúpið án nokkurrar mótspyrnu, en snögg- lega neytti hann ýtrustu krafta, hálfreis upp úr sjónum og synti af öllum kröftunr þennan síðasta spöl. Hann kastaðist upp í fjöruna og lá andartak graf'- kyrr, en reis svo seinlega upp og leit á fólkið, sem ltafði safnazt þarna saman. Karlmennirnir voru að setja bátinn og bundu Irann ramlega, því það leit út fyrir ofsaveður. Svört og rauð ský hrönnuðust saman eða þutu áfram eins og börn í glöðum leik. Jarpur náði sér alveg eftir þetta volk og varð bezti reiðhestur sveitarinnar. BRÉF frá gó&utn og tlren£ilegt»in vini. Fáskrúðsfirði, 4.6. 1965. Herra ritstjóri. Mér þykir leitt, að það sktdi alltaf hafa dregizt, að ég sendi áskriftargjaldið, en Jtað er mér til afsök- unar, að ég er eða var á skóla og gat })ví ekki sinnt því. En nú ætla ég að bæta úr Jjví og senda 100 krónur. Það, sem er fram yfir árgjaldið, getið Jtið litið á sem uppbót, — ég ætlast alls ekki til, að Jrað færist yfir á næsta árs greiðslu. Hvernig stendur annars á Joví, að Jtið eruð að hliðra ykkur hjá að hækka árgjaldið eins og jxirf gerist? Eruð júð hræddir við að missa kaupendur eða hvað? Það hlýtur að vera, en þeim, sem hætta að kaupa blaðið vegna smáhækkunar, Jtykir ekki mikið í Jtað varið. Ég fyrir rnitt leyti er alveg hissa á, að við skulum ekki eiga fleiri menn en raun ber vitni, sem vilja leggjast á sveif með Jtví málefni, sem Dýraverndarinn flýtur. Nei, hækkið ársgjaldið strax um næstu áramót, stækkið blaðið og herðið sóknina til varnar og hjálpar dýrunum! Dýraverndarinn lengi lifi og hans góði tilgangur! Jón Sigmundsson.“ Gjaldkeri Dýraverndarans sendi Jóni Sigmunds- syni kvittun og Jtakklæti, og nú Jrakka ég honum lyrir liönd mína, blaðsins og dýranna. En Jón Sig- mundsson er blaðinu áður að góðu kunnur. Fyrir tveimur árum eða svo sendi hann slutla, en fallega frásögn, sem Dýraverndarinn veitti lítilfjörleg verð- laun. Gott væri, að blaðið ætti sem flesta slíka vini. Guðrnundur Gíslason Hagalin. Þegar Steini litli las bænirnar sínar um kvöldið, gleymdi hann ekki að Jjakka guði fyrir giftusamlega björgun hestsins, sem honum var svo kær. Dísa. DÝRAVERNlíARINN 87

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.