Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 23

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 23
skóginum. En Árni var samt allur heitur. Hann skreið að læknum og stakk höfðinu ofan í vatnið. Ó, hvað það svaiaði, — það var næstum of kalt, næstum eins og hann hefði stungið höfðinu niður í snjóskafl. Hann stóð á fætur og horfði í þá átt, sem hann átti von á föður sínunr, þá átt, sem vindurinn stóð úr. Og svo hrópaði hann enn á ný: „Pabbi, pabbi, — pabbi minn, pabbi!" Ekkert svar, aðeins snarkið í eldhafinu, sem færð- ist fjær og fjær. Nú bar eidinn við himin í suðri. Það var konrið að sólsetri. í norðri dökknaði foftið nreir og nreir, en suðurloftið var eldrautt. Kringum kofagrunninn gat að líta brúna og svarta trjástofna. Þeir nrinntu á svartar, höfuðstórar kynjaverur, senr réttu út frá sér klóalangar hendur. Það fór hrollur um drenginn. Hann fleygði sér á grúfu á jörðina og þrýsti sér niður á miili þúfna. Svo grét hann sig í svefn. Óli gekk og gekk iangt inn í skóginn, unz hann fann feril skógarbjarnanna. Svo hélt hann áfranr, rakti förin klukkutíma cftir klukkutíma. Leið lrans lá lengi vel upp á nróti, unz við tóku nrýrar og heiðalönd. Svo hallaði undan fæti. Hann nálgaðist skóginn á ný. Birnirnir höfðu lagt lykkju á leið sína. Bara þeir, — jú, nú stefndi slóðin í áttina þangað, senr kofinn var, — og Árni litli einn heima. Og Óli hraðaði sér, hfjójr við fót. Hann skalf, þegar hann hugsaði til þess, að birnirnir kynnu að halda ofan í dalinn og lreim að kofanum. Kannski komu þeir Árna iitia að óvörunr? Skyndilega nam Oli staðar. Á móti honum konr hópur af hjörtum á þanspretti. Hann þreif byssuna og setti hana í skotstellingar, ekki tii að skjóta á hirtina, ireldur birnina. Auðvitað voru hirtirnir að flýja þá. Hann horfði á lrópinn þeytast fram hjá. Augun tindruðu af skelfingu. Jú, birnirnir hlutu að vera á hælunum á þeinr.. . Ha? Hann vissi ekki, lrvað hann átti að halda. . . Ef til vill höfðu lrirtirnir aðeins fengið veður af björnunum á leið þeirra niður í dalinn. En það var nú sama. Og Óli þreif sprettinn. Hann stefndi beinustu leið heim til Árna fitla, Þá nrætti hann allt í einu björnunum, en þeir DÝRAVERNDARINN 89

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.