Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 14
Meíkileé kók llachel Carson. Það stenclur í helgum ritum, að Guð hafi sagt manninum í upphafi vega, að hann ætti að kapp- kosta að gera jörðina sér undirgefna. Og þessu boð- orði hefur hann sannarlega leitazt við að fylgja — og í þeim mun ríkara mæli, sem nær hefur færzt þeim tímum, sem við lifum á. Seinustu áratugina hefur hann unnið mikla og margvíslega visindalega sigra, sem hann hefur verið ærið hreykinn af og beitt óspart til að breyta að sínum geðþótta hinu svokallaða cíæðra lifi á jörðinni til samræmis við hagsmuni sína. En máltækið segir: Skýzt þótt skýrir séu, og maðurinn hefur meir og meir rekið sig á þá staðreynd, að hagmunasjónarmið hans geta óþrymi- lega rekizt á þau lögmál, sem gilda í náttúrunni og varðveita þar það jafnvægi, sem betur og betur hefur sýnt sig að vera skilyrðið fyrir hinni miklu og fjöl- breytilegu gróandi. Nýlega er komin út hjá Almenna bcrkafélaginu hók, sem heitir á frummálinu Silent Spring, þ. e. Þögult vor, og á íslenzku hefur hlotið nafnið Radd- ir vorsins pagna. Höfundur liennar er amerísk kona, Rachel Carson. Hún er nú nýlega látin, 57 ára að aldri. Þessi kona hefur lagt stund á erfðafræði og almenn náttúruvísindi, og hún hefur skrifað fjölda ritgerða um Jaessi efni og nokkrar bækur, og liafa sumar þeirra vakið alheimsathygli. Áður hefur komið út á íslenzku bók cftir hana, sem heitir Hafið og liuldar lendur, bók, sem hún hlaut fyrir mikið lof og margvíslegan heiður í heimalandi sínu og víðar. En frægust allra bóka hennar er Raddir vorsins þagna. Bc'tk þessa hefur þýtt á íslenzku Gísli Ólafsson, sem áður er þjóðkunnur, ekki sízt af rit- stjórn sinni á Úrvali. Einn víðfrægasti lífeðlisfræðingur, sem nú er uppi. Julian Huxley, skrifaði formála fyrir frumútgáfu hennar, og er sá formáli prentaður framan við ís- lenzku þýðinguna. Þá skrifaði og prófessor Níels Dungal inngangsorð, samkvæmt tilmælum útgef- anda, og ættu þessir formálar báðir að tryggja ís- lenzkum lesendum, að í bókinni sé ekki farið með staðlausa stafi. Hér er ekki rúm til að gera neina viðhlítandi grein fyrir efni þessarar miklu og frægu bókar, en í stuttu máli sagt færir höfundur hennar óyggjandi sannanir fyrir því, að einn af hinum stærstu sigrum raunvísinda nútímans hefur að miklu leyti snúizt upp í ósigur, ósigur, sem enginn veit, hve afdrifa- ríkur kann að verða. Á seinustu áratugum hefur verið lagt geipilegt kapp á að finna upp eiturefni, sem eyði alls konar meindýrum, bæði þeim, sem reynzt hafa beinlínis skaðleg heilsu manna og hinum, sem hafa valdið skemmdum á nytjagróðri. En þetta liefur reynzt ær- ið tvíeggjað, og hefur það komið fram á margvís- iegan hátt. Stundum hafa eiturefnin eytt þeim dýr- um, sem haldið hafa viðgangi meindýranna í skefj- um, en ekki meindýrunum sjálfum. Þá hafa og mein- dýrin reynzt hafa furðulegan hæfileika til að gera sig ónæm á fáum árum fyrir eiturefnunum — og ekki aðeins Jreim, sem átt hafa að eyða dýrum til fulls, heldur líka öðrum meinlausari, sem áður lrafa verið notuð, svo að segja má, að nú standi menn gersamlega varnarlausir gagnvart sumum Jæssum clýrum. Dæmi sanna líka, að eiturefni, sem lrafa átt að vernda vissar tegundir gróðrar, hafa drepið aðr- ar og líka haft skaðvæn áhrif á líf fugla og fiska, drepið lirfur og skordýr, sem Jressar lífverur hafa lifað á, auk {)ess sem eiturefnin hafa beinlínis drep- ið bæði fugla og fiska og raunar fleiri dýr. Þá hef- ur það sýnt sig, að Jnessi efni hafa reynzt mönnum mjög skaðleg, stundum orðið })eim að bráðum bana, 80 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.