Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 6
Nú vissi liann, að enginn gat verið full sjáandi, nema önnur vera hefði gefið honum sín augu. Sá, sem önnur vera hefur líka gefið sín augu, finnur alltaf leiðir, og ungi maðurinn fann velvilj- aðan mann, sem lánaði honum fimm hundruð krón- ur, og nú liljóp hann af'tur til sláturhússins, það hafði ekki liðið langur tími, klukkutími, eða kannske tveir. Hann þaut að hestaréttinni. En hvað var þetta?! Sá brúnstjörnótti var horfinn! Eða var hann kannski þarna ennþá? Hulumóða færðist yfir augu drengsins. Var hann að verða blindur? Höfðu þeir skotið Brúnstjarna? Höfðu tvær verur svo grimmúðlega verið sviptar ljósi heimsins? Nei! I’að getur ekki verið. Það má ekki vera! „Nú, þú ert þá kominn aftur, drengur minn.“ Hann þekkti röddina. „Já, ég er kominn með peningana, en ég sé ekki folann. Er hann ekki þarna einhvers staðar, kannski bak við hin folöldin úti við vegginn?“ „Nei, hann lét svo illa, jreir voru nærri búnir að missa hann út. Þeir tóku hann með Jreim fyrstu.“ „Tóku hann með þeim fyrstu“, mælti drengurinn svo lágt og óskýrt, að varla heyrðist. „Já, sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær, mundu það drengur minn.“ sagði hrossabóndinn um leið og hann þreif í eyrun á glófextum fola og dró hann inn til skotmannsins. í síðustu orðum lians mátti ]jó greina örlítinn óánægjuvott, eins og fyrir fimm hundruð krónur. Ungi maðurinn leit upp. Þokuslæðan var horfin frá augum hans. En nú sá hann með öðrum hætti en fyrr. Fegurðin var horfin. Hrossabóndinn var nú aftur kominn inn í rétt- ina og staðnæmdist skammt frá unga manninum, og ungi maðurinn horfði í augu hrossabóndans. En hann sá þar ekki sína eigin mynd og ekki hina tæru bláu dýpt friðar og samúðar, og honum heyrðist dularfull rödd utan úr geimnum kalla til sín og segja með áherzluþunga: „Blanda jni ekki geði þínu Jressum augum, Jjá munt Jiú halda Junum eigin, ann- ars missir Jm Jiín að eilífu." Og ungi maðurinn yfirgaf í annað sinn vígvöll dauðans, — og enn daprari en fyrr. En hann hafði nú einnig í fyrsta skipti staðið í fordyri allífsins. Og nú strengdi hann Jæss heit að vinna eftir megi gegn illsku Jjeirra, sem reka erindi dauðans á jörðinni. Ragnar Halldórsson, Kirkjubrú, Álftanesi. Olíuplááan oé Alþiníi íslendin^a Þegar Jjetta tölublað af Dýraverndaranum kemur út, mun ríkisstjórnin hafa lagt fyrir Aljringi frum- varp um, að það heimili henni að staðfesta aðild íslands að Lundúnasamþykktinni frá 1962 um bann gegn olíumengun sjávar, en sú samjrykkt felur í sér, að óleyfilegt er hvers konar skipum J^eirra þjóða, sem gerzt hafa aðilar að henni, að losa olíu eða olíu- mengaðan sjó úr geymum skipanna á öllu Jrví svæði, sem er nær yztu annesjum en 100 sjómílur eða 160 kílómetra. Enginn vafi leikur á Jrví, að Jretta frumvarp verð- ur samjrykkt. En hér er samt ennjrá maðkur í mysunni. íslenzka ríkið hefur gert samning við Ráðstjórnarríkin um feikna mikil olíukaup, sem eru frá hendi stjórnar- valdanna rússnesku háð því skilyrði, að olían sé öll flutt hingað í rússneskum skipum. Ráðstjórnarríkin hafa ekki ennþá gerzt aðili að Lundúnasamþykkt- inni gegn olíumengun sjávar, en af Jrví leiðir, að þau hafa ekki skuldbundið sín skip lil að hlíta ákvæð- um hennar. Þess vegna ber nú til Jaess brýna nauðsyn, að Joví sé komið inn í samninga íslands og Ráðstjórnar- ríkjanna um olíukaup og olíuflutninga, að skip þeirra virði Lundúnasamþykktina frá 1962, að Jrví er til tekur þess svæðis, sem áður er getið. Má ætla, að ekki verði fyrirstaða á, að stjórnarvöld Ráðstjórn- arríkjanna fallist á Jretta skilyrði af íslands hálfu. Myndarleg gjöf. Inga Guðmundsdóttir hárgreiðslukona las upp dýrasögu í ríkisútvarpið, og voru henni greiddar fyrir efni og flutning 500 krónur. Hún kom síðan til gjaldkera S.D.Í. og færði honum Jressar 500 krónur, sem gjöf til Sambandsins. Henni ber heiður og Jxikk. 72 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.