Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 18

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 18
Vitur hryssa Freyja eða Gunníauás-SrúnJia. Freyja hét brún reiðhryssa, sera Gunnlaugur Sig- urðsson átti. Hann er maður svarfdælskur að ætt og uppruna. Hann hafði víða farið, verið meðal annars bóndi í Fljótum, — en Jjegar hér er komið sögu, er hann lausamaður og til heimilis á Þor- móðsstöðum í Sölvadal í Eyjafirði. Forsaga Frevju er sú, að hún flytzt til Akureyrar 9 vetra gömul með Jráverandi eiganda sínum, Eðvarð Möller kaup- manni, frá Haganesvík í Fljótum og hafði verið reiðhross Pálínu, konu hans. Eftir að þau hjón komu til Akurevrar, liöfðu Jrau ekki aðstöðu til að eiga Freyju áfram og seldu hana ])ví Snæbirni bónda á Þormóðsstöðum í Sölvadal í Eyjaíirði. Hann átti hana Jró aðeins eitt ár. Næsti eigandi og sá síðasti var Gunnlaugur Sigurðsson, Svarfdæl- ingur. Ereyja var dökkbrún að lit, frekar smá vexti, en þó sterklega vaxin, brjóstamikil, lendin vel hold- fyllt, fótstaðan rétt, fótleggir grannir, en liðamót sver. Ekki er mér kunnugt um uppruna Freyju, en sterkar líkur eru fyrir Jrví, að hún hafi verið skagfirzk að ætt; ef til vili hefur hún verið af hinu annálaða brúna reiðhestakyni Hartmanns á Kolku- ósi — eða af sama stofni og það? Freyja bar sig vel, Jregar sezt var á bak henni, var alltaf síviljug og eins og hugur manns, var al- Idiða reiðhross með fjöibreyttan gang, sannkallað góðhross, hafði flesta eða alla j)á kosti, sem prýða þarfasta Jijóninn. En ekki var síður um vert, hve greind hennar var á háu stigi. Sýndi hún það oft á eftirminnilegan hátt, eins og nú verður skýrt frá. Venjulega var hún þúfuþæg í haga, en Jió brá út af því einu sinni, og skulu nú sögð tildrög þess. Eyvindarstaðir eru að vestan verðu í Sölvadaln- um. Áður fyrr voru einnig bæir byggðir að austan verðu. Þar eru góðir liagar. Eftir að bæirnir austan ár í Sölvadalnum fóru í eyði, gekk þar stundum stóð utan úr Möðruvallaplássi og raunar víðar að. Svo var Jjað eitt vorið, að Jrarna var saman komið margt lirossa gegnt Eyvindarstöðum, þar á meðal Þormóðsstaða hrossin. Það skeður svo einn daginn, að hryssa frá Eyvindarstöðum, sem er Jrarna í stóð- inu, kastar. Þá var mikil gleði meðal hrossanna eins og ávallt, Jjegar Jjað kemur fyrir, að nýr ein- staklingur fæðist. Hrossin hnöppuðust í kringum folaldið og móður Jjess með miklum fagnaðarlát- um. Þetta blasti við frá Eyvindarstöðum, og var vel fylgzt með atburðinum. Daginn eftir sést að folaldið muni vera dautt; sem við koma Jressum veiðum. Hinn 9. nóvember barst ritara S.Í.D. svohljóðandi bréf: „Sauðárkróki, 5. nóv. 1964. Með skírskotun til bréfs yðar, dags. 28. ágúst f. á., varðandi fuglaveiði í Drangey o. f 1., vil ég taka fram eftirfarandi: 1. Umsjónarmenn með Drangey eru: Jón Eiríksson, Fagranesi á Reykjaströnd, kosinn af sýslunefnd, og Ingólfur Sveinsson, Sauðárkróki, kosinn af bæjarstjórn Sauðárkróks. 2. Flekaveiði stunduðu 14 menn árið 1963 og 12 menn árið 1964. 3. Veiðitími fugla er, skv. reglugerð, frá 20. maí til 7. júlí. 4. Umsjónarmaður Jón Eiríksson telur, að fjöldi fleka hafi verið ca. 150 hvort ár 1963 og 1964. 5. Sami umsjónarmaður segir, að notuð séu aðal- lega nylonnet við flekaveiðarnar. 6. Fjöldi veiddra fugla er af téðum umsjónar- manni talinn 22.500 árið 1963 og ca. 20.000 til 25.000 árið 1964. Jóhann Salberg Guðmundsson." Eins og sjá má á bréfinu eru Jrað 12—14 menn, sem þarna eiga hagsmuna að gæta, og Jieir eiga sér Jjá afsökun, að veiðin er gömul hefð, sem ]>eir hafa vanizt frá barnæsku. Þeir munu ekki verr gerðir en við hinir, og mundu Jreir geta sett sér fyrir sjónir, hve hörmulega fáránlegt Jjað er í hinu íslenzka næglajjjóðfélagi nútímans, að |jessi veiði sé stund- uð. Hér skorlir ekki atvinnu eða útræði til bjargar, Jjótt Jjessi veiði og annað hliðstælt lienni sé lagt nið- ur, en hún er skýlaust brot á lögum um dýravernd og Jjeir í rauninni allir brotlegir, sem liafa að Jjví staðið, að hún væri leyfð. Og mdl er að linni, — eins og Jjar stendur. 84 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.