Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Blaðsíða 11
þ. e. að leyft verði að skjóta gæsir frá I. ágúst i stað 20. ágúst. Þessa ráðstöfun telur dr. Kear gagnslitla eða gagnslausa, þar eð það hafi sýnt sig, að þó að 10—15 þúsund íslenzkar gæsir séu árlega skotnar á Bretlandseyjum, hafi stofninn farið vaxandi. 3. Leyfisbundið drdp grágcesa utan hins lög- ákveðna veiðitíma telur hún af sömu ástæðum að hafa muni rnjög lítil áhrif á stofninn. 4. Smölun grágcesa i sárum. Þessa leið telur dr. Kear vænlegasta til árangurs, þó einkum á stöðu- vötnum, t. d. á Hópi í Húnavatnssýslu og á Lagar- fljóti á Fljótsdalshéraði. En dr. Kear lítur þannig á, að þessi aðferð sé svo ógeðfeld og muni vekja andúð bæði innanlands og utan. Muni almennings- álitið rísa öndvert gegn slikri slátrun á lífverum, sem sé ekki undankomu auðið. 5. Eitrun. Eitrun telur hún vart geta komið til greina, þar eð gæsir lifi á sams konar gróðri og bú- fénaður. Þá eru varnarráðstafanir, sem dr. Kear bendir á: 1. Hljóðfcelur (Hvellbyssur). 2. Hræður. Þar er um að ræða fleira en eitt, t. d. hræður í mannslíki, tunnur, tjöld, pokar, vefjur, sundurlimaðar gæsir, gæsafjaðrir o. s. frv. 3. Girðingar. Þéttar girðingar með fram ökrum, raf- girðingar kringum vel sprottna akra og net yfir akra og kartöflugarða. Tillögur fuglafriðunarnefndar. Þrátc fyrir þessar niðurstöður dr. Kear og varn- arráðleggingar hennar hefur meirihluti fuglafrið- unarnefndar, ásarnt ráðuneytisstjóra Menntamála- ráðuneytisins, lir. Birgi Thorlacius, lagt til: 1. Leyfisbundið dráp grágæsa utan veiðitímans, sem er frá 20. ágúst til 15. marz. 2. Ótakmörkuð taka eggja grágæsa. 3. Leyfisbundin smölun grágæsa í sárum í þeim tilgangi að eyða þeim. Gegn þessurn tillögum mælti ég í nefndinni. Vildi ég ekki fallast á, að leyfi væri veitt til gæsadráps utan veiðitíma, hvort sem væri með skolum eða smölun, nema sannað væri, að varnarráðstafanir hefðu ekki komið að gagni, lagði sem sé til, að aftan við tillöguna kæini „enda verði ekki komið i veg fyrir tjón með öðru móti." Samnefndarmenn mínir treystu því ekki, að unnt væri í hverju einstöku tilfelli að ganga úr skugga um, að aðrar ráðstafanir hefðu ekki borið árangur. Þessi stóri og sprccki háhyrningur var veiddur lifandi og sett.ur i sjógeymi i San Francisco Ég er hins vegar ekki aðeins gersamlega andstæður því, að mönnum séu gefnar svo frjálsar hendur um gæsadráp sem gert er í tillögum meðnefndarmanna minna og frumvarpi því, sem nú liggur fyrir Al- þingi. Mér býður við að lnigsa til þess, að kornið geti til álíka villimennsku við gæsasmiilun og gæsa- dráp eins og menn hafa orðið vitni af í marsvína- drápinu fyrir tiltcilulega fáum árum. Erlendis er víða gert að skilyrði fyrir drápi frið- aðra dýra, sem vinna tjón, ekki aðeins að sannað sé tjónið, heldur að skotmennirnir njóti ekki veið- innar, heldur sé hún eign hins opinbera og andvirði hennar renni lil almenningsþarfa. Þetta ákvæði er auðvitað til að tryggja, að menn freistist ekki til vegna persónulegs hagnaðar af clrápi dýranna einu saman að gera rneira úr því tjóni, sem þau hafa unnið, heldur en það hefur raunvertilega verið. Svo mikið atriði er það í augum löggjafanna í þessum löndum, að lífi sé ekki eytt nema til þess beri brýna nauðsyn. Og ég er að vona, ;ið þeir verði margir hér á íslandi sem telja, að ekki eigi fyrr en ekki er annarra kosta völ að drepa af ráðnum luiga neina þá lífveru, sem til heyrir hinni villtu náttúru lands- ins, þó að hún gangi að einhverju leyti á hagsmuni eins eða annars borgara eða einhvers hluta einhverr- ar stéttar. Rétt er það, að af hinum 103 þúsund fer- kílómetrum íslands ertt aðeins 800 ræktaðir og ein- ungis 19.800 beitilönd. Um þessa ræktun hljótum við að vera á verði, svo sem okkur einnig ber nauðsyn til að auka hana. En við eigtim að setja okkur það að forðast, svo sem fremst er unnt, allar ómannúð- DÝRAVERNDARINN 77

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.