Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1972, Page 4

Dýraverndarinn - 01.11.1972, Page 4
Rjúpan Fengsœlir veibimenn. Árla dags hinn 15. október ár hvert leggja upp margir veiðimenn til rjúpnaveiða, sumir af veiðigleð- inni einni saman, en aðrir vilja vera öruggir um að geta veitt sér þann munað að fá rjúpu í matinn, en þeim sömu finnst vart þeir fá annan eins hátíðarmat. Jólahald væri þeim mönnum næsta óhugsandi án steiktrar rjúpu, eða að minnsta kosti láta þeir svo um mælt. Oðrum finnst viðbjóðslegt að þessi hvíti fallegi fugl skuli eltur svo áfergjulega, að veiðimenn allt að því setji sig í lífshættu við veiðarnar. Oft heyrast háværar raddir um að friða rjúpuna algjörlega, því hún sé raun- verulega í útrýmingarhættu. En hvað segja vísindamenn? Fjölgun og fækkun rjúpunnar er óháð veiðinni, þvi að það eru ákveðnar sveiflur í stærð stofnsins burt séð frá veiðinni. Yerður þetta véfengt? Það vill svo til að einmitt rjúpan hefur verið rann- sökuð meira en flestar aðrar fuglategundir, og eru spádómar um fjölgun og fækkun rjúpunnar á vissra ára fresti, byggðir á Jæssum rannsóknum. Þar eð nú á rjúpunni að fjölga án tillits til veiðanna, þá er varla um ofveiði að ræða, ef sú spá rætist. Enn eru rjúpna- veiðar nytjar, þó ætíð verði að fara með gát, svo ekki sé gengið of nærri stofninum. Veiðimenn verða að gæta þess að ekki sleppi frá þeim særðir fuglar. Högl verða að vera af þeirri stærð að hæfi stærð fuglsins og aflífi hann fljótt og kvala- laust. Vafalaust verður áfram haldið að deila um rjúpuna, hvort eigi að friða hana eða veiða, og skal ekki lagður á það dómur hér, en það er m. a. starfssvið vísindanna að leggja á það mat, hvort stofnar þeirra fugla, sem teljast til nytja, þola ágenga veiði, og þá hversu mikla veiði. Það er lítið gagn í að friða fugla, ef friðun verður aðeins til að sjúkdómar eyða þeim í stað veiðimann- anna. Þaðer vísindamannanna að leggja hlutlægt mat á hvenær aukinnar friðunar er þörf og hvenær má slaka á. En í sambandi við allar veiðar og allar aðferðir við aflífun hvers konar dýra verður að krefjast þess, að það sé gert á mannúðlega og kvalalausan hátt. Hérlendis hefur aðeins tíðkast að nota skotvopn við rjúpnaveiðar og er það vel, en víða í nágrannalöndun- um voru notaðar snörur, en í þeim kvöldust fuglar jafnvel til dauða, t. d. þegar veður hömluðu veiðimönn- um að vitja veiðinnar. 68 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.