Dýraverndarinn - 01.11.1972, Page 8
Vinur islenzkra
hunda vestan hafs
og austan
Fyrir u. þ. b. 16 árum kom grein í einu Reykjavíkur-
blaðanna, þar sem segir svo:
Brezkur maður, búsetmr vestanhafs, reynir að hrein-
rækta ísl. hundakyn.
Fyrir nokkrum dögum barst hreppstjórum í jlestum
hreppum á Norður- og Austurlandi dularfullt bréf. I
því voru tvær fallegar litmyndir af bústnum og sœl-
legum hundum með uppbrett eyru og hringaða rófu,
og teiknimynd, sem hefir vafalaust rifjað upp fyrir
einhverjum hreppstjóra minnningar frá ungum dögum,
er hann sat á íslenzkum barnaskólabekk og las dýra-
fræði. Téikningin var af íslenzkum hundum, úr gam-
alli kennslubók, sem nú er fyrir löngu hætt að sjást.
Myndunum fylgdi prentað bréf. Eru hreppstjórarnir
þar beðnir að láta þá bændur, sem eiga hunda með ís-
lenzkum einkennum vita, að útlendingur, sem hér
verður á ferð í sumar, vilji kaupa nokkra slíka og hafa
heim með sér. Hætt er við að einhver hreppstjórinn
hristi kollinn yfir þessu uppátæki, en bréfritaranum er
samt fullkomin alvara. Hann á þegar 2 fallega hunda
á búgarði sínum vestur í Kaliforníu, og gerir sér nú
senn ferð hingað, m. a. til að fá fleiri hunda, ef unnt
reyndist. Ætlunin er að hreinrækta íslenzkt hundakyn,
sé þess kostur, og til þess sparar hann hvorki fé né tíma.
Hefir ferðazt víða um land.
Maðurinn, sem hefir tekið sér fyrir hendur að sinna
þessu einkennilega verkefni, heitir Mark Watson, er
brezkur að uppruna, en bandarískur borgari og búsett-
ur í Kaliforníu. Hann er vel kunnugur hér á landi og
margir munu hafa heyrt hans getið. Hann kom hingað
til lands í fyrsta sinn árið 1937 og ferðaðist þá á hestum
um Norðurland, og síðan suður Kjöl. Arið eftir fór
hann með miklu fylgdarliði á hestum frá Akureyri
austur á land og allt til Hornafjarðar. I þessum ferðum
tók hann mikið af fallegum ljósmyndum og kvikmynd-
um, enda mikill kunnáttumaður á því sviði. Efndi til
sýninga á ljósmyndum sínum í London að aflokinni
þessari ferð. Vakti hún athygli. Komu þar meðal ann-
arra gesta dönsku krónprinshjónin, sem þá voru, nú-
verandi Danakonungur og drottning hans. Eftir stríðið
kom Watson hér enn og ferðaðist mikið um landið, en
í þetta sinn notaði hann jeppa en ekki hesta. Loks kom
hann svo hingað í fyrrasumar þeirra erinda að kaupa
nokkra íslenzka hesta til að hafa á búgarði sínum í Kalr
forníu. En hestana þekkti hann gjörla frá ferðum sínum
og kunni vel að meta þá.
Hestakaup og hestaflutningar.
Um mitt s. 1. sumar ferðaðist Watson víða um
Vestur- og Norðurland í leit að 4 góðum reiðhestum,
sem hann vildi flytja vestur um haf. Urðu þau úrslit í
ferð hans, að hann keypti 1 hryssu í Eyjafirði, og 2
hesta og 1 hryssu í Borgarfirði. Allt voru þetta gæðing-
ar. Hestana lét hann síðan flytja vestur um haf með
Tröllafossi seint á s. 1. sumri, en síðan þvert yfir megin-
land Ameríku með járnbraut. Komu þeir til Kaliforníu
í fyrrahaust eftir langa ferð og stranga, og voru þá við
beztu heilsu og vel útlítandi. Hafði ekkert verið sparað
til að tryggja að þeim liði vel í ferðinni. Fengu þeir
langa hvíld í Netv York áður en járnbrautarferðin
hófst og síðan hafa þeir lifað við hið eilífa sumar kali-
fornískrar náttúru á búgarði allskammt frá San Fran-
sisco og dafna þar vel. En þótt sól skini lengst af á s. 1.
vetri ogþeir gengju að kalla sjálfala í haganum, reynd-
ist náttúran söm við sig. Urðu þeir loðnir um veturinn
eins og þeir væru búnir undir frostavetur norður í
Skagafirði. Hefir samt ekki annað frétzt um hestana
en að þeir uni sér vel, enda umönnun öll og aðbúð í
bezta lagi. Einhver kynni þó e. t. v. að halda að þeir
söknuðu bjartra nátta og sterkgræns graslitar íslenzkra
dala og fjallahlíða en af því fara ekki sögur.
íslenzk hundgá í kaliforniskum dal.
Ef til vill á það sinn þátt í því, að þeir una allvel
hag sínum þar vestur frá, að annað slagið kveður
kunnugleg hundgá við um hinn kaliforníska dal, er
skötuhjúin Bósi og Branda standa ertnisleg og gjamm-
andi framan við hrossin og láta sem þau eigi að hypja
sig úr haganum. En þau eru íslenzk bæði, tíkin ættuð
úr Jökuldal, en hundurinn úr Skagafirði. Hafa þau
líklega farið í lengsta og virðulegasta ferðalag allra
íslenzkra hunda fyrr og síðar. Þau ferðuðust nefnilega
loftleiðis héðan til Lundúna, og voru vistuð þar á
hundahóteli um skeið, en síðan tóku þau sér far með
72
DÝRAVERNDARINN