Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1972, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.11.1972, Blaðsíða 9
ÚTFLUTNINGUR HESTA Mynditi sýnir kunnan hesta- mann með uppáhalds- gceðinginn. Það er loksins orðið viðunandi fyrirkomulag á út- flntningi hesta, sem á þessu ári hafa eingöngu verið fluttir út með flugvélum. Útflutningur hesta með skipnm hefur á undanförnum árum verið í hinu mesta ófremdarástandi, enda aðstaða ekki alltaf verið ncegi- lega góð um borð í skipunum, og kom jafnvel fyrir að hestar drápust um horð í skipunum. Útflytjendur hestanna og kaupendur hafa komizt að raun um að flutningur með flugvélum horgar sig vegna þess að hestarnir eru í svo miklu betra ástandi eftir ferðalagið. Vonandi hvarflar aldrei að neinum framar að flytja hross út á annan hátt en með flugvélum. Yrði það enn nýr áfangi i baráttunni fyrir beettri meðferð dýra. Samtals mun á þessu ári vera búið að flytja út um 800 hesta. fínustu stórflugvél yfir þvert Atlantshaf, og síðan yfir þvera Ameríku og léttu ekki fyrr en þau komu til San francisco, og var þá komið haust á árinu sem leið. Það- an var þeim ekið rakleitt á búgarðinn utan við borg- ina, og þeim fengin vegleg vistarvera með ýmsum ný- tízku þægindum, sem aldrei voru til siðs fyrir austan og norðan. Og þegar tímar liðu fram átti Brana þrjá hvolpa. Horfir því blómlega með búskapinn í dalverp- inu hjá San Fransisco. Tilraun til hreinrcektnnar. Hundarnir tveir voru ekki valdir að handahófi, held- ur að aflokinni mikilli leit, sem gerð var víða um land í fyrrasumar og haust fyrir atbeina Watsons, sem hvorki sparaði fé né erfiði til þess að ná settu marki. Leitar- menn, sem víða fóru, og ræddu við bændur og nátt- úrufræðinga, komust að þeirri niðurstöðu að íslenzkt fjárhundakyn, með gömlum góðum einkennum, væri að kalla horfið úr landi. Eru víðast á bæjum, þar sem hundar eru á annað borð haldnir, hálfútlendir bast- arðar, en þeir gömlu góðu bústnu, lágfættu og gulkoll- óttu fjárhundar, með uppbrettu eyrun og hringaða skottið, sem maður las um í dýrafræðinni gömlu, virt- ust hvergi sjáanlegir. Eftir mikið erfiði og ærin útgjöld varð niðurstaðan, að tík á Jökuldal og hundur í Blönduhlíð bæru bezt DÝRAVERNDARINN 73

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.